Fulltrúar KSÍ, þeir Eyjólfur Sverrisson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ og Jakob Skúlason, landshlutafulltrúi KSÍ, afhentu formlega þá gjöf sem fólst í lagninu gervigrassins á sparkvöllinn sem lagður hefur verið á lóð Grunnskóla Grundarfjarðar.
Grunnskólanum voru afhentir boltar frá Evrópska knattspyrnusambandinu (UEFA) auk þess sem sambandið færði Ungmennafélagi Grundarfjarðar gjafabréf. Nemendum grunnskólans var gefið frí á meðan á athöfninni stóð og ríkti mikil gleði meðal þeirra yfir heimsókninni. Meðfylgjandi myndir voru teknar við athöfnina.
|
Geir Þorsteinsson og Björg Ágústsdóttir klipptu á borðann, Eyjólfur Sverrisson og Jakob Skúlason til hliðar.
|
|
Geir Þorsteinsson hóf athöfnina með ávarpi |
|
Ánægðir nemendur grunnskólans |
|
Geir afhendir Önnu Bergsdóttur, skólastjóra, boltana frá UEFA |
Geir afhendir Eygló B. Jónsdóttur, formanni UMFG, gjafakort frá UEFA. |
|
Eyjólfur Sverrisson hafði í nógu að snúast að gefa eiginhandaráritanir |
|
Nemendur, fulltrúar KSÍ, bæjarstjórnarmenn, fulltrúar UMFG og fleiri stilltu sér upp að athöfn lokinni |