- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á fjölskyldudegi kvenfélagsins þann 27. nóv. sl. var íþróttamaður Grundarfjarðar árið 2004 kjörinn. Átta einstaklingar voru tilnefndir af hinum ýmsu deildum og félagasamtökum í bænum.
Tilnefndir voru:
Anna María Reynisdóttir, tilnefnd af blakdeild UMFG,
Berglind Ósk Kristmundsdóttir, tilnefnd af stjórn UMFG,
Brynjar Kristmundsson, tilnefndur af knattspyrnudeild UMFG,
Eva Kristín Kristjánsdóttir, tilnefnd af frjálsíþróttadeild UMFG,
Hafdís Lilja Haraldsdóttir, tilnefnd af knattspyrnudeild UMFG,
Hallmar Gauti Halldórsson, tilnefndur af sunddeild UMFG,
Ólafur Tryggvason, tilnefndur af Hesteigendafélagi Grundarfjarðar,
Przemyslaw Andri Þórðarson, tilnefndur af körfuboltadeild UMFG.
Að þessu sinni var kjörinn fulltrúi Hesteigendafélags Grundarfjarðar, Ólafur Tryggvason, Íþróttamaður Grundarfjarðar 2004. Ólafur hlaut farandgrip og skál frá Gallerí Tínu í verðlaun.
Ólafur var vant við látinn og tók faðir hans, Tryggvi Gunnarsson, við viðurkenningu fyrir hann.
Dóra Aðalsteinsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar afhendir Tryggva Gunnarssyni f.h. Ólafs viðurkenningu. (Mynd: Sverrir Karlsson) |