Aðalfundur Héraðsnefndar Snæfellinga var haldinn í gær, 22. nóvember 2004, í Samkomuhúsinu í Grundarfirði.
Aðilar að héraðsnefnd eru öll sveitarfélög í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, þ.e. Kolbeinsstaðahreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Stykkishólmsbær, Helgafellssveit, Grundarfjarðarbær og Snæfellsbær.