Nýrri tækni beitt við borun fyrir Grundarfjörð
Boruð verður ný hola á Berserkseyri fyrir hitaveituna í Grundarfirði. Beitt verður nýjustu tækni við borun hennar, svokallaðri stefnuborun. Þótt sú aðferð sé talsvert dýrari en hefðbundin aðferð, þar sem borað er beint niður í jörðina, er þess vænst að vinnslugetan verði meiri, en komið hefur í ljós að í holunni sem fyrir er hefur vatnið afar óheppilega efnasamsetningu.