Bæjarstjórnarfundur

73. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 9. nóvember nk.  kl. 17.00. Sjá dagskrá fundarins með því að smella hér.    Fundurinn er öllum opinn.   Bæjarstjóri

Fréttatilkynning frá OR

Nýrri tækni beitt við borun fyrir Grundarfjörð Boruð verður ný hola á Berserkseyri fyrir hitaveituna í Grundarfirði. Beitt verður nýjustu tækni við borun hennar, svokallaðri stefnuborun. Þótt sú aðferð sé talsvert dýrari en hefðbundin aðferð, þar sem borað er beint niður í jörðina, er þess vænst að vinnslugetan verði meiri, en komið hefur í ljós að í holunni sem fyrir er hefur vatnið afar óheppilega efnasamsetningu.

Spurning vikunnar

 Rétt svar við spurningu vikunnar er, að lengsta vegalengd milli Grundarfjarðar og Reykjavíkur var 262 km. hér áður fyrr. 143 svöruðu spurningunni en aðeins 45 eða 31,5% voru með rétt svar.

Orkan opnar í Grundarfirði

Bensínorkan ehf. vinnur nú að því að opna bensín- og olíustöð við Suðurgarð, smábátabryggjuna hér í Grundarfirði. Í dag, miðvikudag, er ráðgert að dælt verði á fyrsta bílinn en stöðin verður formlega opnuð á laugardaginn kemur með viðhöfn. Sjá nánar á heimasíðu Orkunnar.

Útskrift starfsmanna

Laugardaginn, 28. október brautskráðust þær Eydís Lúðvíksdóttir og Kolbrún Dröfn Jónsdóttir frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands með 30 eininga Dipl.Ed.-prófi í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á nám og kennslu ungra barna. Eydís er starfsmaður í Grunnskóla Grundarfjarðar og Kolbrún á Leikskólanum Sólvöllum. Þeim stöllum eru færðar innilegar hamingjuóskir með áfangann!   Eydís og Kolbrún við útskriftina

Tjón á húsnæði grunnskóla í óveðrinu

Í óveðrinu aðfaranótt sl. sunnudags fauk skyggni, sem er yfir inngangi við suðurenda Grunnskóla Grundarfjarðar, ásamt þakplötum og endaði á sparkvellinum. Girðing umhverfis sparkvöllinn skemmdist talsvert en gervigrasið slapp.  

Æfingar á sparkvelli

Í dag, 6. nóvember, verða engar æfingar á sparkvelli vegna tjóns sem varð í ofsaveðrinu um helgina. 

Óveðrið sunnudaginn 5. nóvember

Eins og öllum er vel kunnugt um gekk yfir mikið stórviðri í gær.  Þessu hafði verið spáð í síðustu viku og var m.a. birt viðvörun til íbúa Grundarfjarðar á heimasíðu sveitarfélagsins.  Segja má að fólk almennt hafi brugðist vel við og komið öllum lausum hlutum í skjól.  Þetta varð m.a. til þess að tjón varð minna en ella hefði getað orðið.  Bæjarstarfsmenn og hafnarvörður gerðu einnig það sem í þeirra valdi stóð.  Meðal annars fóru starfsmenn áhaldahússins um og bentu fólki á ef lausir munir voru úti.  Í höfninni var allt gert klárt á föstudag og laugardag. 

Rökkurdagar

Upplestrarkvöld sem vera átti á Kaffi 59 sunnudaginn 5. nóvember nk. fellur niður vegna forfalla rithöfunda.

Slæm veðurspá fyrir helgina

Mjög slæm veðurspá er fyrir aðfaranótt nk. sunnudags, 5. nóvember, allt að 50 m/s í hviðum. Íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja eru minntir á að ganga vel frá öllum lausamunum á lóðum sínum þannig að þeir fjúki ekki og valdi tjóni. Jarðvinnuverktakar eru jafnframt minntir á að ganga frá lausu jarðefni á þeirra vegum innan bæjarins.