Haukaberg SH 20 kom til heimahafnar í Grundarfirði í morgun eftir að hafa verið í breytingum og endurbótum í Póllandi. Fimm mánuðir eru síðan skipinu var siglt áleiðis til Póllands en breytingarnar á skipinu, sem hannaðar voru af Jóni Ásmundssyni á Akureyri, fólust m.a. í því að ný brú var sett á skipið og skuti þess var slegið út. Þá voru borðsalur og eldhús endurnýjað og skipt var um aðalvél.

 

Haukaberg SH 20 er í eigu Hjálmars ehf. og eru eigendum og áhöfn færðar innilegar hamingjuóskir með heimkomuna og breytingarnar.