- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þrettándagleði í Grundarfirði er fimmtudaginn 6. janúar. Fjölskyldugleði með kyndilgöngu, söng og dansi.
Klukkan 18.30:
Gamanið hefst klukkan 18.30 við Netaverkstæði G.Run þar sem við rifjum upp vikivakadans og söng, heyrum jafnvel eina sögu.
Klukkan 19.00:
Göngum með kyndla fylktu liði frá Netaverkstæðinu um klukkan 19.00 að bílastæðinu við Grunnskóla Grundarfjarðar. Þar taka á móti okkur álfakonungur og -drotting. Syngjum og dönsum saman.
Fólk er hvatt til að koma með blys eða kyndil, vera í búning við hæfi og taka með sér heit kakó á brúsa og bolla með.
Virkjum dans og söngvöðva, skemmtum okkur saman