Bæjarstjórnarfundur

127. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í samkomuhúsinu fimmtudaginn 7. október 2010 kl. 16:30. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er öllum velkomið að koma og hlýða á það sem fram fer.

Hin árlega inflúensubólusetning er hafin á Heilbrigðisstofnun Vesturlands-Grundarfirði.

Bólusett verður frá kl. 11-12 alla virka daga vikuna 11.-15. október. Ef óskað er eftir öðrum tíma þarf að panta hann. Fyrirtæki eiga möguleika á að fá þessa þjónustu inn í fyrirtækið ef þess er óskað. Pöntunarsími: 430-6800 alla virka daga milli 9-12 og 13-16. Mælt er sérstaklega með bólusetningu allra 60 ára og eldri, allra fullorðinna og barna með langvinna hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma. Einnig þá sem annast fólk með aukna áhættu.   Allir sem fá bólusetningu þurfa að greiða komugjald til stöðvarinnar, en þeir sem taldir eru upp hér að framan fá bóluefnið frítt. Munið að framvísa afsláttar-og/eða örorkuskírteinum við komuna. Einnig minnum við á lungnabólgubólusetningar handa öllum 60 ára og eldri og þeim sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum.  Þessi bólusetning er æskileg á 10 ára fresti.  

Bleikur október

Grundarfjarðardeild Krabbameinsfélags Íslands hefur ákveðið að lýsa upp heilsugæslustöðina við Hrannarstíg í októbermánuði. Bleiki liturinn á að minna okkur á að kaupa bleiku slaufuna til styrktar leit að krabbameini hjá konum. Einnig minnir bleiki liturinn, alla á nauðsyn þess að konur fari í krabbameinsleit og fylgist reglulega með líkama sínum.

Fótboltaæfingar

Þar sem veðrið virðist ekki ætla að leika við okkur áfram og völlurinn orðinn blautur og viðkvæmur, þá færum við fótboltaæfingarnar inn í íþróttahús. Allar æfingar hjá 5. og 6. flokk eru inni en ein æfing hjá 3. - 4. flokk er úti (sjá tímatöflu). Í næstu viku mun Brynjar Kristmunds í samvinnu við Hermann Geir sjá um æfingar í fjarveru Freydísar, vegna náms. 

Síðasta skip sumarsins kveður

  Skipið Albatros heimsótti Grundarfjörð þann 12. september. Veður þennan dag var óvenju slæmt en gestirnir létu það ekki á sig fá og töluverður fjöldi fór í rútuferðir og aðrir skoðuðu bæinn.  

Starf við ræstingar

Laust er starf við ræstingar á Borgarbraut 16. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri á bæjarskrifstofu í síma 430-8500. Umsóknarfrestur er til 29. september 2010.

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður í Grundarfirði við Samkaup-Úrval þriðjudaginn 28. sept. kl. 12:00-17:00.   Allir velkomnir.    

Lagað og stílfært

Veistu hvað  fer þér best ? Með einfaldri reglu er hægt að mæla út hvernig föt passa best miða við hæð og vöxt og hvað litirnir geta haft mikil áhrif.

Iceland PetroChallenge keppnin.

FSN tekur nú í fyrsta sinn þátt í PetroChallenge- keppninni og er með eitt lið. Þessi keppni, sem er styrkt af Orkustofnun, snýst um að nota hermiforrit til að leita að olíu og gasi á svæðinu kringum Ísland. Að þessu sinni taka þrír framhaldsskólar þátt í þessu, FSN, FAS og FÍV. Í liði FSN eru þær Harpa Dögg Ketilbjarnardóttir, Saga Björk Jónsdóttir, Silja Rán Arnarsdóttir og Sonja Sigurðardóttir. Liðið verður á fullu næstu tvo dagana og við óskum þeim alls hins besta. Silja Rán, Harpa Dögg, Saga og Sonja  

Íslenskunámskeið að hefjast

Byrjendanámskeið í íslensku sem er ætlað fullorðnum útlendingum sem eru búsettir hérlendis og hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli.   Icelandic Language Courses