Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 17. desember 2010 í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.14:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.                                                  Skólameistari  

Frumsýning á Jóladagatalinu

Frumsýning á Jóladagatalinu var í Samkomuhúsi Grundarfjarðar í gær með fullum sal af fólki. Leikklúbbur Grundarfjarðar ákvað að slá til annað árið í röð, eftir vel lukkaðan jólaþátt í fyrra, að setja upp jólaleikritið Jóladagatalið.     

Íþróttahúsið lokar

Íþróttahúsið verður lokað frá og með 20. desember vegna lagfæringa, en mun opna aftur milli jóla og nýárs. 

Jólafrí UMFG

Frí verður frá æfingum á vegum UMFG frá 17. desember til 5. janúar 2011 nema að þjálfarar taki annað fram.   Þetta fylgir jólafríi Grunnskólans.   Jólakveðja. Stjórn UMFG  

Leikklúbbur Grundarfjarðar auglýsir

Miðasala er hafiin í síma 868-4474 Jóladagatalið í leikstjórn Gunnsteins Sigurðssonar Fumsýning 12. desember kl. 16:00 2. sýning 14. desember kl. 18:00 3. sýning 16. desember kl. 18:00 Miðverð 1800 kr. fullorðnir/1000 kr. börn

Snæþvottur - nýir rekstraraðilar

Helga Sjöfn og Bibba, nýir rekstraraðilar á Snæþvotti.Eins og fram kom í auglýsingu í Jökli í nóvember þá hefur Unnur Guðmundsdóttir ákveðið að hætta með Snæþvott í Grundarfirði. Snæþvottur hefur rekið þvottahús um árabil og er þessi þjónusta talin ómissandi af Snæfellingum, það var því mikið áfall þegar fréttir bárust af því að Snæþvottur væri að hætta rekstri.   Tveir Grundfirðingar hafa nú ákveðið að taka við keflinu og reka þvottahúsið áfram, þetta eru þær Ingibjörg (Bibba) og Helga Sjöfn, þær hafa í sameiningu rekið Gallerí Kind í rúmt ár og mun galleríið færast í húsnæði Snæþvotts.  

Bæjarstjórnarfundur

130. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 9. desember 2010, kl. 16:30 í samkomuhúsinu. Fundurinn er opinn og er öllum velkomið að koma og hlýða á það sem fram fer.   Á dagskrá fundarins er m.a. fyrri umræða um fjárhagsáætlun ársins 2011, fundargerðir bæjarráðs, skipun starfshóps um skólamál o.fl.   Bæjarstjóri

Vel tekið á móti nýjum Grundfirðingum.

Frá vinstri: Ólöf Guðrún og Brynjar Þór, Erna og Haukur Orri, Sigrún og Árni Stefán, Una Ýr og Steinunn Cecilía.   Í dag var tekið á móti nýjum Grundfirðingum og þeim færðar gjafir.  Hist var í Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju.  Á þessu ári hafa fæðst níu börn en ýmsar ástæður urðu til þess að  aðeins fjórar mæður gátu mættu með börnum sínum. Feðurnir voru fjarri góðu gamni því flestir þeirra eru sjómenn.  Þetta skemmtilega verkefni er í  tengslum við fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar og er samvinnuverkefni Grundarfjarðarbæjar, heilsugæslunnar, Leikskólans Sólvalla, Rauða krossins, Slysavarnadeildarinnar Snæbjargar og Grundarfjarðarkirkju. Hér má sjá fleiri myndir.

Hjartastuðtæki að gjöf.

Frá vinstri: Eyþór, Runólfur, Unnur Birna, Anna María, Bryndís, Björn Steinar, Mjöll, Svanur, Ásthildur og Sigurborg.   Á þriðjudag afhentu Kvenfélagið Gleym mér ei, Lions og Rauði krossinn íþróttahúsi Grundarfjarðar hjartastuðtæki að gjöf. Tækið er alsjálfvirkt og því mjög einfalt í notkun. Það talar til notandans og gefur honum fyrirmæli á íslensku. Það krefst því engrar sérfræðiþekkingar þess er fyrstur kemur að einstaklingi í hjartastoppi. Grundarfjarðarbær þakkar kærlega fyrir höfðinglega gjöf. Hér má sjá fleiri myndir. 

Karatesýning

Karatesýning verður í dag, föstudaginn 3. desember kl: 17:40 í íþróttarhúsi Grundarfjarðar. Foreldrar, systkini, ömmur og afar, frænkur og frændur eru velkomin að horfa á og sjá hvað krakkarnir eru búnir að læra í vetur. Hlökkum til að sjá  ykkur Dagný Ósk, þjálfari