- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í dag 26. júlí 2011 hefur verið gengið frá sölu á 66% hlut í útgerðarfélaginu Farsæli hf. til Fisk Seafood, sem eftir þessi viðskipti hefur eignast allt hlutafé í félaginu.
Farsæll hf. hefur rekið útgerð í Grundarfriði frá því 1936 eða í 75 ár en vegna lítilla aflaheimilda hafa rekstrarskilyrði verið erfið síðustu ár og sýnilegt að þörf var á breytingum til þess að efla starfsemi félagsins.
Fisk Seafood ráðgerir að færa varanlegar aflaheimildir á Farsæl fyrir komandi fiskveiðiár og efla þar með útgerðina á staðnum. Fisk Seafood hefur rekið fiskvinnslu í Grundarfirði frá 1992 og eftir þessi viðskipti munu rúm 20% af heildarveltu Fisk Seafood fara fram í Grundarfirði.