- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Frá vinstri: Salbjörg S. Nóadóttir, Kolbrún Grétarsdóttir og Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri |
Sunnudaginn 30. október sl. var haldinn fjölskyldudagur í samkomuhúsi Grundarfjarðar. Þar bauð 9. bekkur grunnskólans upp á kaffiveitingar og ýmislegt til skemmtunar.
Gallerí Kind og Líkamsræktin voru með tískusýningu þar sem sýndar voru handprjónaðar lopapeysur á alla aldurshópa og líkamsræktarföt. Einnig voru góðir gestir frá Sirkus Íslands á svæðinu og kynntu listir sínar og buðu ungum sem öldnum upp á sirkusskóla.
Í vor var efnt til ljósmyndasamkeppni þar sem þemar var "Sumar í Grundarfirði". Afrakstur hennar var sýndur á þessum degi. Jafnframt voru verðlaun afhent fyrir þrjár bestu myndirnar. Í þriðja sæti var Tómas Freyr Kristjánsson, í öðru sæti var Salbjörg S. Nóadóttir og í því fyrsta var Kolbrún Grétarsdóttir. Hlutu þau öll peningaverðlaun.