- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í samvinnu Grundarfjarðarbæjar og Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls stendur eldri borgurum í Grundarfirði til boða að fá heimsendan mat í hádeginu alla virka daga. Um tilraunaverkefni er að ræða í vetur.
Matarbakki kostar 650 kr. og hver heimsending kostar 150 kr. Innheimt er mánaðarlega eftirá. Eitt heimsendingargjald er á hvert heimili.
Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu hafi samband við Evu Jódísi í síma 438 6677.
Grundarfjarðarbær og Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól