- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í dag, 8. nóvember, mun Grunnskóli Grundarfjarðar taka þátt í ofangreindu verkefni sem er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Umsjónarkennarar munu taka ýmis verkefni fyrir í sínum bekkjum í dag, þá sérstaklega sem fjalla um vináttu, virðingu og jákvæð samskipti. Gott væri síðan að ræða þessi mál þegar heim er komið og hvetjum við foreldra og forráðamenn eindregið að fara inná vefinn www.gegneinelti.is og skrifa undir sáttmálann.
Sigurinn verður seint unninn gegn einelti nema samvinna, samhygð og jákvæð samskipti séu viðhöfð í samskiptum okkar allra sem að einu samfélagi koma.
Starfsfólk Grunnskóla Grundarfjarðar