- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sunnudaginn 15. september kl. 18:00 býður Grundarfjarðarbær til sérstakra fortónleika frönsk-íslensku sinfóníuhljómsveitarinnar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Fransk-íslenska sinfóníuhljómsveitin (FIFO) er skipuð hljóðfæraleikurum úr Kammersveit Reykjavíkur og úr alþjóðlegri fílharmónúsveit UNESCO í parís, undir leiðsögn hljómsveitarstjórans Amine Kouider sem er friðarlistamaður UNESCO.
Á efnisskránni eru verk eftir tónskáldin Albert Roussel, Þorkel Sigurbjörnsson og Piotr Ilitch Tchaikovsky. Einleikari er Martial Nardeau, flautuleikari.
Verndari tónleikanna er forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson.
Tilgangur FIFO er að kynna franska og íslenska tónlist ásamt því að beina athygli að frönsk-íslenskum tengslum sem lýsa sér meðal annars í vinasambandi Grundarfjarðar og Paimpol.
Grundfirðingar og aðrir Snæfellingar eru hvattir til að fjölmenna á þennan einstaka viðburð.