- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í tímabundna heimaþjónustu í Grundarfirði. Um er að ræða afleysingar til og með 1. nóvember n.k. þegar nýtt fyrirkomulag þjónustunnar tekur gildi.
Liðveisla ungmenna
Einnig auglýsum við eftir umsóknum um starf í liðveislu fatlaðra ungmenna í Grundarfirði. Afar hentugt með skóla eða sem aukavinna.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SDS.
Umsækjendur þurfa að;
· Vera orðnir 18 ára
· Framvísa sakavottorði með umsókn
· Gera grein fyrir menntun og fyrri störfum
Frekari upplýsingar veitir Sveinn Þór Elinbergsson eða Helga Guðjónsdóttir í síma 430-7800. Umsóknir skulu berast Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi eða í tölvupósti sveinn@fssf.iseða helga@fssf.is.