Á árinu 2013 keypti Grundarfjarðarbær vörur eða þjónustu af fyrirtækjum sem tengjast bæjarfulltrúum. Það er mikilvægt að upplýsingar um þessi viðskipti liggi ljósar fyrir og Grundarfjarðarbær vill vera í fararbroddi þeirra sveitarfélaga sem hafa opna stjórnsýslu að leiðarljósi.

Hér að neðan er listi yfir fyrirtækin sem um ræðir og heildarviðskipti á árinu 2013: 

Fyrirtæki

Viðskipti alls kr.

Djúpiklettur ehf. 137.205
Guðmundur Runólfsson hf. 906.226
Kamski ehf. (Hótel Framnes) 1.205.077
KB bílaverkstæði ehf. 493.796
Líkamsræktin ehf. 169.400
Ragnar og Ásgeir ehf. 627.670
Samtals 3.539.374