Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Fjölbrautaskóli Snæfellinga býður upp á eftirfarandi námsgreinar í samstarfi við Fjarmenntaskólann. Sjá nánar hér.  

Íbúð fyrir eldri borgara í Grundarfirði

Íbúð fyrir eldri borgara á Hrannarstíg 32 í Grundarfirði er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 10% hlutareign. Íbúðin er tveggja herbergja, 65 ferm. auk 23 ferm. bílskúrs, alls 88 ferm.   Nánari upplýsingar fást á bæjarskrifstofunni í síma 430 8500 og einnig á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.   Umsóknarfrestur er til 15. júní 2014.   Reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara   Umsóknareyðublað   

Bæjarstjórnarfundur

174. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í ráðhúsinu, miðvikudaginn 4. júní 2014, kl. 18:00.   Dagskrá fundarins: 

Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna

Niðurstaða sveitarstjórnarkosninganna í Grundarfirði var eftirfarandi:   Á kjörskrá voru 644 en 518 greiddu atkvæði eða 80,43%. D listiinn hlaut 242 atkvæði eða 47,83% og þrjá bæjarfulltrúa L listinn hlaut 264 atkvæði, eða 52,17% og fjóra bæjarfulltrúa. Auðir seðlar voru 10 Ógildir seðlar voru 2      

Laus störf hjá Grundarfjarðarbæ

Hjá Grundarfjarðarbæ eru lausar stöður skólastjóra grunnskólans og leikskólans. Jafnframt er laus staða leikskólakennara.   Sjá nánar hér!   Umsóknarfrestur er til 10. júní 2014.  

Skemmtiferðaskip 2014

Komum skemmtiferðaskipa tl Grundarfjarðar mun fjölga talsvert í sumar frá árinu 2013 en alls verða þær 19 og hafa alrei verið fleiri.   Skemmiferðaskip hafa komið reglulega til Grundarfjarðar frá árinu 2001 og hafa að meðaltali 11 skip heimsótt okkur árlega þó nokkrar sveiflur séu fjölda þeirra frá einu ári til annars.   Fjöldi skemmtiferðaskipa 2001-2014.   Hér að neðan er listi yfir skip sumarsins 2014:  

Auglýsing um kjörfund vegna sveitarstjórnarkosninga

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Grundarfirði verður í samkomuhúsinu laugardaginn 31. maí 2014. Kjörfundur stendur yfir frá kl. 10:00 til kl. 22:00.   Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum.   Talning atkvæða fer fram fyrir opnum dyrum í samkomuhúsinu að kjörfundi loknum og gefst kjósendum kostur á að fylgjast með eftir því sem húsrúm leyfir.   Kjörstjórn Grundarfjarðarbæjar  

Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

Grundarfjarðarbær býður, líkt og hin síðari ár, lífeyrisþegum niðurgreidda þjónustu við garðslátt í sumar. Umsóknareyðublöð um garðslátt liggja á bæjarskrifstofu. Einnig er hægt að sækja um gegnum tölvupóst eða síma.   Gjaldskrá Umsóknareyðublað  

Starf framkvæmdarstjóra Svæðisgarðs

Starf framkvæmdarstjóra Svæðisgarðs Snæfellsness, sjá auglýsingu hér.   

Guðsþjónusta

Guðsþjónusta verður í Grundarfjarðarkirkju á fimmtudag, Uppstigningardag 29. maí kl.11:00. Dagur eldri borgara, ræðumaður er Óli Jón Ólason, kór eldri borgara syngur.   Allir velkomnir.