- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grundarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í umsjón með íþróttavelli Grundarfjarðar sumarið 2015.
Helstu verkefni eru vökvun svæðis, merking vallar, frágangur á mörkum fyrir og eftir leiki og æfingar auk annarra tilfallandi starfa í samráði við forstöðumann íþróttamannvirkja.
Sumarið 2015 eru áætlaðir 22 knattspyrnuleikir á vellinum. Merkja þarf völl fyrir hvern leik og vökva eftir þörfum. Gert er ráð fyrir æfingum fjórum sinnum í viku, en ekki er alltaf þörf á færslu marka eftir æfingar.
Óskað er eftir tilboðum í verkefnið. Tilboð skal senda á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is eigi síðar en 24 maí nk.
Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja, í síma 430 8564 og 861 2576.