Dagskrá Rökkurdaga 8.-17. október 2015

  Það er skemmtileg hefð hér í Grundarfirði að taka á móti rökkrinu í vetrarbyrjun með menningarhátíðinni Rökkurdögum. Í stað þess að horfa með trega til sumarsins og sýta veturinn þá er haldin hátíð. Rökkurdagar munu standa yfir dagana 8.-17. október og dagskrá þeirra ætti að hafa borist í öll hús bæjarins á morgun, þriðjudag. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í dagskránni sem er sett saman með alla aldurshópa í huga.  

Nýr skipulags- og byggingafulltrúi

    Gunnar Sigurgeir Ragnarsson hefur verið ráðinn sem skipulags- og byggingafulltrúi Grundarfjarðarbæjar. Gunnar er húsasmíðameistari og  menntaður byggingarfræðingur B.Sc. frá Vitursbering Horsens í Danmörku. Eiginkona hans er Sigrún Baldursdóttir hársnyrtimeistari og eiga þau tvö börn saman. Gunnar er boðinn velkominn til starfa í Grundarfirði, en ráðgert er að hann komi til starfa að fullu eftir 2-3 vikur.    

Fiskiveislan verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr

Fiskiveislan mikla hefur aldrei verið glæsilegri á Northern Wave en í ár. Hrefna Rósa Sætran dæmir fiskréttina ásamt Jon Favio Munoz Bang, yfirkokki á Hótel Búðum. Í verðlaun fyrir besta fiskréttinn eru 40.000 krónur og að auki verða sérstök verðlaun í boði.    

Haustmarkaður Gleym mér ei

    Hinn árlegi haustmarkaður kvenfélagsins Gleym mér ei verður haldinn laugardaginn 3. október næstkomandi kl 13-17 í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði. Meðal þess sem selt verður á markaðinum eru sultur, brauð, handunnar vörur og margt fleira, auk köku- og kaffisölu.    

Myndamorgnar á miðvikudögum

Bæringsstofa. Myndamorgnar á miðvikudögum kl. 10-12 fram að jólum. Sögur og ættartengsl. Sunna. 

Námskeið í tælenskri matargerð!

    Laugardaginn 10. október er fyrirhugað námskeið í tælenskri matargerð í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Hrafnhildur Jóna mun leiða þátttakendur í gegnum nokkra vinsælustu rétti hins kraftmikla tælenska eldhúss. 

Opin æfing hjá Kirkjukór Grundarfjarðarkirkju

  Hefur þig alltaf dreymt um að syngja í kór en aldrei látið verða af því? Nú er tækifærið!   

Hin árlega inflúensubólusetning er hafin á Heilbrigðisstofnun Vesturlands-Grundarfirði

Bólusett verður föstudaginn 25.september frá kl. 8-12 og mánudaginn 28.september 13-16 n.k. Ef óskað er eftir öðrum tíma þarf að panta hann.Fyrirtæki eiga möguleika á að fá þessa þjónustu inn í fyrirtækið ef þess er óskað.   Pöntunarsími: 432 1350 alla virka daga milli 9-12 og 13-16.    

Dagskrá Hreyfiviku UMFÍ í Grundarfirði 21.-27. sept. - Tökum þátt!

    Nú er kominn tími á að setja sig í startholurnar fyrir Hreyfiviku UMFÍ 2015 sem hefst mánudaginn 21. september. Hér í Grundarfirði verður boðið upp á heilmikla dagskrá og eru fjölmargir sem leggja verkefninu lið á einn eða annan hátt. Það er von okkar að allir geti fundið sér hreyfingu við sitt hæfi enda er Hreyfivikan í ár haldin undir titlinum „Hver er þín uppáhalds hreyfing?“  

Umsækjendur um starf skipulags- og byggingafulltrúa

Starf skipulags- og byggingafulltrúa var auglýst laust til umsóknar í ágúst síðastliðnum og er umsóknarfrestur nú liðinn.   Umsækjendur voru sjö talsins og eru þessir:   Andrea Kristinsdóttir, skipulagsfræðingur Gunnar Jóhann Ásgeirsson, byggingafræðingur Gunnar Sigurgeir Ragnarsson, byggingafræðingur Gunnlaugur Jónasson, arkitekt Ivan Nesterov, verkfræðingur Ragnar Már Ragnarsson, byggingafræðingur Tómas Ellert Tómasson, byggingaverkfræðingur