Frá bæjarstjóra, 20. mars 2020

Kæru íbúar! Viðburðaríkri vinnuviku er farið að halla. Merkilegt hvað taktur daglegs lífs breytist á skömmum tíma.

Nýr vefur Grundarfjarðarbæjar

Nýr og endurbættur vefur Grundarfjarðarbæjar var settur í loftið í dag, 20. mars.

Frá Bókasafni Grundarfjarðar

Kæru bæjarbúar Ég minni á Facebooksíðu bókasafnsins þar sem ég safna saman því sem ég finn af sögum á vefnum, fróðleik og tómstundaefni fyrir bæði eldri og yngri. Ég þigg allar góðar ábendingar sem ekki eru auglýsingar. Bókasafnið í Sögumiðstöðinni er enn opið og nokkrir sem hafa komið á safnið.

Od burmistrza, 19 marca 2020

Drodzy mieszkańcy! Dzisiaj chciałabym główne zwrócić uwagę na kilka istotnych spraw: Dom Spokojnej Starości Fellaskjól - apel We wczorajszym apelu Dom Spokojnej Starości Fellaskjól wezwał mieszkańców do włączenia do grupy ochotników. Mówią: „Jeśli będziemy tego potrzebować, czy możesz nam pomóc?”

Frá bæjarstjóra, 19. mars 2020

Kæru íbúar! Í dag vil ég aðallega minna á nokkra mikilvæga hluti: Fellaskjól - ákall Í auglýsingu í gær kallaði Fellaskjól eftir því að fá fólk á lista í sína bakvarðasveit. Þau segja:

Grundarfjarðarbær leitar að áhugasömu fólki með ríka þjónustulund og metnað til að skila góðu starfi

Laus eru til umsóknar sumarstörf við eftirtaldar stofnanir bæjarins:

Od burmistrza, 18 marca 2020

Drodzy mieszkańcy! Praca w szkole idzie dobrze, jak informuje dyrektor. Anna dyrektorka przedszkola mówi, że wszyscy przystosowują się do nowego rytmu i ogólnie w dzisiejszym dniu wszystko szło dobrze.Odczuwa akceptację i solidarność w tym wszystkim. Personel przedszkola i rodzice dokładają wszelkich starań, aby wszystko dobrze funkcjonowało. Dziękuję Wam za to!

Frá bæjarstjóra, 18. mars 2020

Kæru íbúar! Skólastarfið gengur vel, eftir því sem skólastjórarnir segja. Anna leikskólastjóri segir að þau séu að finna taktinn og heilt yfir hafi gengið vel í dag. Hún finnur fyrir samstöðu í þessu öllu og samhug. Starfsfólk leikskóla geri sitt besta til að láta þetta ganga upp og sömuleiðis foreldrar. Takk fyrir það!

Um sóttkví

Allir sem eiga að fara í sóttkví þurfa að hafa tilkynna sig hjá heilsugæslustöðinni sinni (HVE, Grundarfirði, sími 432-1350) eða gegnum netspjall á heilsuvera.is. Þetta er ekki val - heldur skylda.

Frá bæjarstjóra, 17. mars 2020

Kæru íbúar! Í dag var fyrsti skóladagur hjá börnum í leik- og grunnskóla, eftir nýju fyrirkomulagi í samræmi við lögin tvenn, sem sett voru fyrir fjórum dögum, um takmörkun á skólastarfi og takmörkun á samkomuhaldi. Skólastjórarnir sögðu mér seinnipartinn í dag, að dagurinn hefði gengið vel.