- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nýr og endurbættur vefur Grundarfjarðarbæjar var settur í loftið í dag, 20. mars.
Nýi vefurinn er mun notendavænni en sá gamli, sem kominn var verulega til ára sinna. Framsetning efnis á vefinn var á lokametrunum nú í mars. Þegar ljóst var hvert stefndi með stöðuna í samfélaginu var ákveðið að keyra sem fyrst á opnun hans, þrátt fyrir að ekki sé allt komið á það stig sem ætlunin var við birtingu. Gamli vefurinn var hins vegar orðinn mjög óaðgengilegur í vinnslu, auk þess sem hann hentaði illa fyrir snjalltæki. Með því að setja nýja vefinn sem fyrst í loftið fæst vinnusparnaður fyrir starfsfólk bæjarins, fleiri geta sett inná hann efni, nú þegar upplýsingum þarf að koma út hratt og vel, auk þess sem efnið er mun aðgengilegra á þeim nýja.
Það er Stefna sem hannaði og gerði vefinn. Ýmislegt snurfus er í gangi og verður unnið á næstu vikum. Ábendingar frá notendum um það sem betur má fara eru afar vel þegnar, en við biðjum um að ekki sé rýnt í útlit, heldur meira í efnið. Senda má ábendingar á netfangið thuri@grundarfjordur.is