Umsækjendur um starf bæjarstjóra

24 umsóknir bárust um starf bæjarstjóra Grundarfjarðar en þrír umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. Umsóknarfrestur rann út 23. júní. Listi uppfærður 4. júlí.   Umsækjendur eru:   Nafn Menntun m.a. Starfsheiti Aðalsteinn J. Halldórsson Opinber stjórnsýsla Auðunn Bjarni Ólafsson Umhverfisfræði Framkvæmdastjóri Birgir Guðmundsson Viðskiptafræði Borga Harðardóttir Lögfræði og verkefnastjórnun  Drífa Jóna Sigfúsdóttir Mannauðsstjórnun Egill Skúlason Umhverfisfræði Einar S. Valdimarsson Alþjóðaviðskipti og viðskiptafræði  Fasteignasali - ráðgafi Gunnar Kristinn Þórðarson Stúdentspróf Hallgrímur Ólafsson Viðskiptafræði Hrönn Pétursdóttir Opinber stjórnsýsla Ráðgjafi Jóhannes Finnur Halldórsson    Opinber stjórnsýsla Sérfræðingur Jón Pálmi Pálsson Rekstrar- og viðskiptanám Ólafur Áki Ragnarsson Opinber sjórnsýsla Fulltrúi sveitarstjórnarmála Ólöf Guðmundsdóttir Viðskiptafræði Framkvæmdastjóri Ragnar Þorgeirsson Viðskiptafræði Sparisjóðsstjóri Steingrímur Hólmsteinsson Rekstrar- og viðskiptanám Sverrir Berg Steinarsson Viðskiptafræði Sævar Birgisson Alþjóðamarkaðsfræði Ráðgjafi Tómas Logi Hallgrímsson Skipstjórn Olíubílstjóri Tryggvi Áki Pétursson Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti   Þorsteinn Steinsson Viðskiptafræði Sveitarstjóri    

Nýir starfsmenn

Skólastjóri Grunnskólans Gerður Ólína Steinþórsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar. Gerður hefur lokið meistaranámi í stjórnunarfræði menntastofnana og er einnig byggingafræðingur að mennt. Kjörsvið hennar í kennaranámi var upplýsingatækni og miðlun. Gerður hefur starfað við umsjón tölvukerfa auk kennslu, nú síðast í Hólabrekkuskóla í Reykjavík. Gerður hefur störf seinni hluta júlímánaðar og er hún boðin velkomin til starfa.   Aðstoðarskólastjóri Grunnskólans Ásdís Snót Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar. Ásdís er leik- og grunnskólakennari að mennt og er í meistaranámi í stjórnunarfræði menntastofnana. Hún hefur starfað sem kennari við Grunnskóla Vesturbyggðar sl. 14 ár, frá 2011 sem deildarstjóri Bíldudalsskóla. Ásdís hefur störf í ágúst og er hún boðin velkomin til starfa.   Umsjónarmaður fasteigna Gunnar Jóhann Elísson tók nýlega við starfi umsjónarmanns fasteigna. Gunnar Jóhann (Hanni) er byggingafræðingur og búfræðingur að mennt og starfaði hjá Grundarfjarðarbæ við húsvörslu í grunnskólanum hér á árum áður. Hanni er boðinn velkominn til starfa.

Styrkveitingar úr Umhverfissjóði Snæfellsness

 Í dag afhendir Umhverfissjóður Snæfellsness fjóra styrki úr sjóðnum. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn og átti afhending að fara fram 22. apríl á Degi jarðar, en af óviðráðanlegum ástæðum varð að fresta henni þar til í dag (2. Júlí 2014).  Fjórar styrkumsóknir bárust og ákvað stjórn sjóðsins að veita öllum umsóknaraðilum styrk.   Styrkina hljóta:   ·         Áhugamannafélag um endurhleðslu gömlu fjárréttarinnar við Ólafsvík 400.000 krónur – viðtakandi styrksins er Guðrún Tryggvadóttir sem stýrir verkefninu. ·         Grundarfjarðarbær 175.000 krónur – til gerðar á upplýsingaskilti sem skýrir síldargöngur, síldardauða og lífríki Kolgrafarfjarðar. ·         Leikskólinn Kríuból og Grunnskólinn á Hellissandi 300.000 krónur – til uppbyggingar á sameiginlegri útikennslustofu á Hellissandi – fulltrúi frá Leikskólanum Kríubóli tekur á móti styrknum. ·         Ferðafélag Snæfellsness 75.000 krónur – til gerðar á upplýsingaskilti um göngu- og reiðleiðir á Snæfellsnesi, svo og upplýsingar um bílstæði og upplýsingamiðstöðvar. Stefnt er að mörgum skiltum, en það fyrsta verður sett upp í Grundarfirði – Gunnar Njálsson formaður Ferðafélags Snæfellsbæjar tekur á móti styrknum.   Umhverfissjóður Snæfellsness var stofnaður árið 2006, en grunnurinn að honum var Minningarsjóður um Guðlaug heitinn Bergmann, sem aðstandendur hans gáfu sem stofnfé fyrir sjóðinn. Í stjórn sjóðsins eru Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ, Guðrún Bergmann rithöfundur og framkvæmdastjóri og Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Umís.  

Snæfríður - Fyrirtækjaheimsóknir

Næstkomandi fimmtudag, 3. júlí 2014, kl 17:00 ætlar Snæfríður að heimsækja Frystiklefann á Rifi og kynnast þeirri starfsemi sem er þar starfrækt. Á sama tíma ætla Vatnshellir og Glacier Hiking, nýleg fyrirtæki í Snæfellsbæ, að kynna þá starfsemi sem þeir eru með. Við hvetjum allt ungt fólk og áhugasama til þess að nýta tækifærið og mæta og kynnast betur þessum spennandi fyrirtækjum.  

Sumarnámskeið 2014

Við viljum minna á glæsileg sumarnámskeið fyrir elsta árgang leikskólans og yngri árganga grunnskólans. Ólöf Rut Halldórsdóttir hefur umsjón með námskeiðunum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Skráningareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu bæjarins og á bæjarskrifstofunni. Nauðsynlegt er að skráning fari fram fyrir kl 12.00 á föstudegi eigi barn að byrja á námskeiði á mánudegi í vikunni á eftir. Systkinaafsláttur fyrir 2. barn er 35% og fyrir þriðja barn 70%. 

Að lesa í fríinu

Foreldrar hafa mikil áhrif á hvort börnin þeirra njóta þess að lesa. Leitið á almenningabókasöfnin og veljið úr úrvali lesefnis. Komið á bókasafnið í Sögumiðstöðinni. Afgreiðsla á þjónustutíma Upplýsingamiðstöðvar. Alltaf velkomin. Lesum í hljóði, lesum saman, lesum fyrir hvert annað. Krakkar! Búum til okkar eigin kvikmynd í huganum.   

Fréttatilkynning frá FSN

Fjölbrautaskóli Snæfellinga tók til starfa haustið 2004 og hefur því lokið sínu 10. starfsári. Nú í vor útskrifuðust 23 nemendur frá skólanum og fjöldi útskrifaðra nemenda er þá kominn yfir 240.     Á næstu haustönn er hugmyndin að minnast þessara tímamóta með margvíslegum hætti. Eitt af því sem boðið verður upp á í september er að bæði einstaklingar sem og hópar komi í heimsókn á skólatíma og fylgist með og fái kynningu á skólastarfinu. Þeir sem vilja þekkjast þetta boð eru beðnir um að hafa samband við skólann og við finnum heppilegan tíma fyrir heimsókn. Snemma í október verður síðan boðið til fagnaðar þar sem velunnarar skólans, fyrrverandi og núverandi nemendur og starfsfólk kemur saman til þess að minnast þessara tímamóta.

Aðstoðarskólastjóri

Laus er staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskóla Grundarfjarðar frá og með 1. ágúst 2014.   Í Grunnskóla Grundarfjarðar eru nú tæplega 100 nemendur og 22 starfsmenn. Nánari upplýsingar um skólastarfið má finna á heimasíðu skólans, www.grundo.is.  

Bæjarstjórnarfundur

175. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í ráðhúsinu, miðvikudaginn 18. júní 2014, kl. 16:30.   Dagskrá:

Spennandi námskeið

Námskeiðið er fyrir eldri og elsta hóp (árg. 2001-2004). Byrjum á hugstormun og hugmyndavinnu og förum í gegnum ferlið frá hugmynd að framkvæmd og lokaútkomu. Kynnumst einnig hugtakinu DIY (Do It Yourself), leitum hugmynda og hugstormum um okkar eigin útfærslur og leiðir, þar sem áhersla er á endurnýtingu og skapandi hugsun. Krakkarnir eru hvattir til þess að koma með eigin hugmyndir og óskir og unnið er út frá því.  Fjölmargar leiðir í boði í útfærslum á hugmyndum, til dæmis; perlugerð, endurnýting, notkun textílefna (hand– og vélsaumað), plexígler, prjón og hekl, tálgun og margt margt fleira!