Vorhreinsun lóða í Grundarfirði

Tökum höndum saman og fegrum bæinn okkar fyrir sumarið.  Starfsmenn áhaldahúss munu verða á ferðinni mánudaginn 26. maí og fjarlægja garðúrgang sem fólk hefur sett utan við lóðamörk sín.   Öðrum úrgangi og sorpi skal skilað til gámastöðvarinnar sem er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 16:30 – 18:00 og laugardaga kl. 12:00 – 14:00   Athugið: - Garðaúrgang skal setja út við lóðamörk í pokum, greinaafklippur skal binda í knippi.- Óheimilt er að flytja lausan jarðveg út fyrir lóðamörk og verður slíkt fjarlægt á kostnað lóðarhafa.- Ekki verður fjarlægt rusl af byggingarlóðum.- Íbúar þurfa sjálfir að koma spilliefnum í gámastöð, enn fremur timbri, málmum og öðru rusli.    

Aðalfundur Eyrbyggju - Sögumiðstövar

Aðalfundur sjálfseignarstofnunar um Eyrbyggju-sögumiðstöð verður haldinn fimmtudaginn 5. júní 2014, kl. 17:00, í Sögumiðstöðinni, Grundargötu 35, Grundarfirði.   Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.   Úr stofnskrá Eyrbyggju-sögumiðstöðvar: Starfsmenn stofnunarinnar og fulltrúar stofnaðila eiga rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétti. Atkvæðisrétt hafa stofnaðilar og á hver stofnaðili eitt atkvæði á aðalfundi.   Stjórn Eyrbyggju-sögumiðstöðvar    

Bókasafnið - opnunartími í sumar-

          Bókasafnið verður opið frá kl. 14:00 - 18:00 út maí.   1. júní - 15. ágúst: Sumaropnun frá kl. 09:00 - 17:00 alla daga.        

Kjörskrá Grundarfjarðarbæjar vegna sveitarstjórnarkosninga

Frá og með miðvikudeginum 21. maí 2014 liggur kjörskrá Grundarfjarðarbæjar vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 frammi til skoðunar í ráðhúsinu, Borgarbraut 16, kl. 10-14 alla virka daga til kjördags.   Hægt er að gera athugsemdir við kjörskrá fram á kjördag og skal senda erindi þess efnis til bæjarráðs.   Nánari upplýsingar um kosningarnar má finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins, www.kosning.is  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2014.   Innritun eldri nemenda (fæddir 1997 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hefst miðvikudaginn 4. apríl og lýkur föstudaginn 31. maí.  

Boðskort á útskrift

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin laugardaginn 24. maí í hátíðarsal skólans í Grundarfirði.   Hátíðin hefst kl.14:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.   Skólameistari.  

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður í Grundarfirði við Samkaup-Úrval þriðjudaginn 20. maí kl. 12:00-17:00. Allir velkomnir   Blóðgjöf er lífgjöf   

Götusópurinn er mættur

Götusópun er hafin í bænum okkar og fögnum við því. Við biðjum bæjarbúa að færa bíla sína eins og kostur er.

Bæjarstjórnarfundur

173. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 15. maí 2014, kl. 16:30 í nýju húsnæði bæjarskrifstofunnar á Borgarbraut 16.   Dagskrá fundarins: 

Götusópur

Eins og fram kom hér á vefnum fyrir nokkru síðan var búið að panta götusóp til að hreinsa götur bæjarins. Ekki vildi betur til en svo að um leið og búið var að auglýsa komu göusópsins byrjaði að snjóa og ekkert varð af hreinsun í það skipti. Þar með var ekki öll sagan sögð því í kjölfarið bilaði bíllinn sem átti að nýta í verkið.   Nú lítur út fyrir að viðgerð á bílnum sé að ljúka og verða götur hreinsaðar næstu daga. Nánari upplýsingar um tímasetningu verða settar hér á vefinn þegar þær liggja fyrir.