Myndlistarsýningu lokið - heimamyndirnar komnar upp

Hægt verður að rifja upp gamla tíma og njóta afslappaðs andrúmslofts á Sögumiðstöðinni og Bæringsstofu. Stórar myndir frá miðri síðustu öld eru á veggjum og myndasýningar í Bæringsstofu. Sýningunni Vitavörðurinn lauk um helgina. Sjá myndir frá opnuninni í júní.     

Hátíðarútvarpið fm 103.5

Hátíðarútvarpið fer í loftið í dag, miðvikudag og verður til laugardagsins 26. júlí – Verið rétt stillt fm 103,5.      

Tilkynning frá heilsugæslustöðinni í Grundarfirði

Vegna breytinga verður endurnýjun lyfja, hjá HVE Grundarfirði, eftirleiðis milli kl 11:00 og 12:00 alla virka daga í síma 432-1358. Best er að endurnýja lyf tímanlega, við bendum á að afgreiðsla lyfja getur tekið allt að 2 daga.    Með bestu kveðju,    Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Grundarfirði

Sýning 25. júlí

 

Ráðinn nýr bæjarstjóri í Grundarfirði

Þorsteinn Steinsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Grundarfjarðar. Gengið var frá ráðningu hans á fundi bæjarstjórnar síðdegis í gær. Alls sóttu 24 um starfið en þrír drógu umsókn sína til baka.   Áætlað er að Þorsteinn taki til starfa um miðjan ágúst.   Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri og staðgengill bæjarstjóra, gegnir störfum bæjarstjóra þar til Þorsteinn tekur til starfa.  

Bæjarstjórnarfundur

176. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í ráðhúsinu fimmtudaginn 17. júlí 2014 kl. 16:30.   Dagskrá:  

Tilkynning um vinnu í aðveitustöð

Tilkynning um vinnu í aðveitustöð og vinnu við fluttiningslínu 66 kV. Búast má við rafmagnstruflunum í Grundarfirði, Framsveit og Fróðárhreppi í nótt frá kl. 00.00 til 06.00 vegna vinnu í aðveitustöð og vinnu við fluttiningslínu 66 kV. Til að minka líkur á rafmagnsleysi væri gott að koma í veg fyrir að stórir rafmótorar starti á þessum tíma ( t.d frystipressur). Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu kunna að leiða.  

Björn Steinar Pálmason lætur af störfum

Í dag lætur Björn Steinar Pálmason af starfi bæjarstjóra. Björn Steinar hefur starfað sem bæjarstjóri í fjögur ár en hann tók við af Guðmundi Inga Gunnlaugssyni.   Á dögunum var haldið kveðjuhóf þar sem að starfsmenn bæjarins og kjörnir fulltrúar kvöddu Björn. Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Eyþór Garðarsson, fyrrverandi og núverandi forsetar bæjarstjórnar, þökkuðu fyrir samstarfið og færðu Birni blóm. Björn Steinar segir að nú hafi verið rétti tíminn til þess að hætta og kveður starfið sáttur. Við þökkum Birni Steinari fyrir samstarfið og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.    

Háskólalestin heimsækir Snæfellsnes

Háskólalestin hefur ferðast víða, tuttugu ferðir að baki frá vorinu 2011! En í fimmtu ferð lestarinnar árið 2014 er fyrirhugað að heimsækja Snæfellsbæ og Grundarfjörð.  Og sem fyrr er lögð áhersla á lifandi, skemmtilega vísindamiðlun til ungs fólks og litríka dagskrá fyrir alla fjölskylduna.  

Við minnum á ljósmyndasamkeppnina

Grundarfjarðarbær efnir á ný til ljósmyndasamkeppni árið 2014. Þetta er í fimmta sinn sem bærinn blæs til ljósmyndasamkeppni og hefur þótt takast vel til. Á þennan hátt hefur bærinn fengið nýjar myndir til birtingar og þátttakendur sínar myndir birtar.   Myndefni samkeppninnar í ár er Fólk að störfum. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka. Samkeppnin stendur til 30. september 2014 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.   Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar. Fyrstu verðlaun eru 50.000 kr., önnur verðlaun 30.000 kr. og þriðju verðlaun 20.000 kr.