- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Næstkomandi fimmtudag, 3. júlí 2014, kl 17:00 ætlar Snæfríður að heimsækja Frystiklefann á Rifi og kynnast þeirri starfsemi sem er þar starfrækt. Á sama tíma ætla Vatnshellir og Glacier Hiking, nýleg fyrirtæki í Snæfellsbæ, að kynna þá starfsemi sem þeir eru með. Við hvetjum allt ungt fólk og áhugasama til þess að nýta tækifærið og mæta og kynnast betur þessum spennandi fyrirtækjum.
Snæfríður er félag ungs fólks á Snæfellsnesi sem er annt um framtíð svæðisins. Tilgangur Snæfríðar er að gera Snæfellsnesið enn skemmtilegra! Við viljum efla menningarlíf ungs fólks (20-30 ára) á svæðinu og kynnast því hvernig hægt er nýta tækifærin á svæðinu og jafnvel búa sér til sitt eigið starf.
Heimsóknin í Frystiklefann er sú fyrsta af nokkrum heimsóknum sem Snæfríður mun standa fyrir í sumar. Markmiðið er að kynna fyrir ungu fólki atvinnulíf og ólík fyrirtæki á Snæfellsnesi. Við munum heyra í þeim sem hafa reynslu af því að starta og reka fyrirtæki - og eru í leiðinni að gera það sem þeim finnst skemmtilegt. Heimsóknirnar eru líka tækifæri fyrir ungt fólk á Snæfellsnesi að hittast og hafa gaman.