Vinabæjarhátíð í Paimpol, 15.-17. mars

Í mars 2013 mun Grundapol, Vinabæjarfélag Paimpol-Grundarfjarðar í Frakklandi, halda upp á 10 ára afmæli samstarfs milli Paimpol og Grundarfjarðar.   Glæsileg helgi er í vændum og hefur m.a. fyrrverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur verið boðið til þessarar hátíðar. Þá mun sendiherra Íslands í Frakklandi, Berglindi Ásgeirsdóttur, og Grundfirðingum öllum vera boðið til Paimpol. Hátíðin verður haldin helgina 15.- 17. mars nk.   Þeir sem hafa áhuga á að slást með í ferð til Paimpol er bent á að senda tölvupóst til Johönnu, johanna@fsn.is .  

Síldardauðinn í Kolgrafafirði

Frá því að um 30 þúsund tonn af síld drapst í Kolgrafafirði í desember hefur verið fylgst náið með málinu af hálfu Grundarfjarðarbæjar. Leitað hefur verið til sérfræðinga Umhverfisstofnunar og Hafrannsóknastofnunarinnar til að fá skýringar á þessum atburði og hvernig bregðast eigi við.   Erfitt er að ímynda sér umfang þessa síldardauða en gera má ráð fyrir að þetta séu hið minnsta um 120 milljón fiskar. Það er því fráleitt að bera þetta magn saman við hvalreka eða annan slíkan atburð í náttúrunni eins og Umhverfisstofnun gerði.  

Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2013

Grundarfjarðarbær efnir á ný til ljósmyndasamkeppni árið 2013. Þetta er í fjórða sinn sem bærinn blæs til ljósmyndasamkeppni og hefur þótt takast vel til. Á þennan hátt hefur bærinn fengið nýjar myndir til birtingar og þátttakendur sínar myndir birtar.   Þema samkeppninnar í ár er Fjaran. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka og á tímabilinu janúar til september. Samkeppnin stendur til 30. september 2013 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.   Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar. Fyrstu verðlaun eru 50.000 kr., önnur verðlaun 30.000 kr. og þriðju verðlaun 20.000 kr.  

Nýjum Grundfirðingum fagnað

    Á árinu 2012 fæddust 15 börn í Grundarfirði og var því fagnað s.l.   fimmtudag í safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju. Foreldrar,   ásamt börnum sínum, mættu þangað og tóku við sængurgjöfum og   áttu góða stund saman ásamt fulltrúum frá þeim stofnunum sem   standa að þessu verkefni.Nýburahátíðin er samvinnuverkefni   Grundarfjarðarbæjar, heilsugæslunnar, leikskólans, Rauða krossins   og Grundarfjarðarkirkju.   Á myndinni má sjá foreldra og börn þeirra sem komu á   samkomuna.    

Hundahreinsun

Dýralæknirinn verður í áhaldahúsinu miðvikudaginn 16. janúar næstkomandi kl. 13:00-16:00. Öllum hundeigendum er skylt að mæta með hunda sína.  

Síldardauði í Kolgrafafirði

Mikill umhverfisskaði er í uppsiglingu vegna 25-30 þúsund tonna rotnandi síldar í Kolgrafafirði. Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur þungar áhyggjur af stöðunni og hversu langan tíma það hefur tekið að setja fram aðgerðaráætlun til lausnar.   Bæjarstjórn bókaði á fundi sínum þann 10. janúar:    

Staða heilsugæslu í Grundarfirði

Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur mótmælt harðlega boðuðum niðurskurði í læknisþjónustu í Grundarfirði, en bæjarstjórn hefur fylgst náið með málefnum heilsugæslunnar. Á fund bæjarstjórnar fimmtudaginn 10. janúar mættu forsvarsmenn undirskriftarsöfnunar þar sem mótmælt er fyrirhuguðum niðurskurði læknisþjónustu. Afhentu fulltrúar þeirra, þær Eva Jódís Pétursdóttir og Hugrún Birgisdóttir, yfirlýsingu hópsins ásamt undirskriftarlista 350 íbúa Grundarfjarðar.   Bókun bæjarstjórnar:  

Flokkun sorps

Í Grundarfirði er sorp flokkað í þrjár tunnur í þeim tilgangi að minnka sorp sem fer í kostnaðarsama urðun. Almennt hefur flokkun gengið vel og fer að jafnaði un 20% af sorpi til endurvinnslu, 25% er lífrænn úrgangur til moltugerðar og um 55% fer til urðunar.   Þessi árangur er ágætur en mikilvægt er að gera enn betur. Áríðandi er að sem flestir taki þátt í flokkun því mikill og vaxandi kostnaður er af urðun sorps.   Til upprifjunar er bent á að gráa tunnan er ætluð fyrir óendurvinnanlegan úrgang. Græna tunnan er fyrir endurvinnanleg efni, s.s. pappír, plast, minni málmhluti og fernur. Brúna tunnan er eingöngu undir lífrænan úrgang sem settur er í lífræna maíspoka. Lífræni úrgangurinn er nýttur til jarðgerðar. Afurðin er molta sem má nota sem áburð fyrir skógrækt eða garða. Minnt er á að eingöngu má nota lífræna maíspoka í brúnu tunnuna því plastpokar gera moltuna ónothæfa í garða.   Á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar eru ýtarlegar uppplýsingar um flokkun sorps, einnig á ensku og pólsku. Íbúar eru hvattir til að kynna sér hvernig á flokka sorpið.   Upplýsingar um sorphirðu   Björn Steinar Pálmasonbæjarstjóri

Nýtt ár

Nýtt ár hefur hafið göngu sína með nýjum áskorunum. Á sviði sveitarstjórnarmála í Grundarfirði eru nokkur mikilvæg verkefni framundan. Þar má helst nefna að undnafarin misseri hafa staðið yfir viðræður við Orkuveitu Reykjavíkur um samning um hitaveituvæðingu Grundarfjarðar sem gerður var við OR 2005. Eins og kunnugt er hefur OR hætt frekari leit að vatni en mikilvægt er að fá úr því skorið hvort leita eigi frekar að heitu vatni eða leita annarra leiða til húshitunar.  

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í hlutastörf í Grundarfjarðarbæ.

Viðfangsefni: ·       Félagslega heimaþjónusta ·       Liðveisla fatlaðs fólks   Umsóknir er tilgreini menntun, fyrri störf ásamt sakavottorði umsækjanda berist til skrifstofu FSS, Klettsbúð 4, 360  Snæfellsbæ eða á netfangið:  helga@fssf.is.   Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar   Forstöðumaður