Í Grundarfirði er sorp flokkað í þrjár tunnur í þeim tilgangi að minnka sorp sem fer í kostnaðarsama urðun. Almennt hefur flokkun gengið vel og fer að jafnaði un 20% af sorpi til endurvinnslu, 25% er lífrænn úrgangur til moltugerðar og um 55% fer til urðunar.

 

Þessi árangur er ágætur en mikilvægt er að gera enn betur. Áríðandi er að sem flestir taki þátt í flokkun því mikill og vaxandi kostnaður er af urðun sorps.

Til upprifjunar er bent á að gráa tunnan er ætluð fyrir óendurvinnanlegan úrgang. Græna tunnan er fyrir endurvinnanleg efni, s.s. pappír, plast, minni málmhluti og fernur. Brúna tunnan er eingöngu undir lífrænan úrgang sem settur er í lífræna maíspoka. Lífræni úrgangurinn er nýttur til jarðgerðar. Afurðin er molta sem má nota sem áburð fyrir skógrækt eða garða. Minnt er á að eingöngu má nota lífræna maíspoka í brúnu tunnuna því plastpokar gera moltuna ónothæfa í garða.

Á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar eru ýtarlegar uppplýsingar um flokkun sorps, einnig á ensku og pólsku. Íbúar eru hvattir til að kynna sér hvernig á flokka sorpið.

Björn Steinar Pálmason

bæjarstjóri