Köttur í óskilum

Þessi köttur er í óskilum hjá Áhaldahúsinu. Eigandi er beðinn um að vitja hans þar eða hringja í síma 691-4343.   Ýta á myndina til að fá upp stærri mynd.

Fjarmenntaskólinn

Sjö framhaldsskólar á landsbyggðinni hafa ákveðið að bjóða sameiginlega upp á fjarnám með áherslu á starfsnám.  Um er að ræða Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra, Menntaskólann á Tröllaskaga, Framhaldsskólann á Húsavík, Menntaskólann á Egilsstöðum, Verkmenntaskóla Austurlands og Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu.  Í vor verður áhugi kannaður á námi á 15 námsbrautum og í kjölfarið tekin ákvörðun um hvað verði í boði á haustönn.  Námið fer fram með stuttum staðbundum lotum og í fjarnámi.  Miðað er við að hægt sé að taka námið samhliða vinnu.

Skemmtiferðaskip sumarið 2013

Í sumar munu 11. skemmtiferðaskip leggja í Grundarfjarðarhöfn Hér er listi yfir þau skip og komutíma þeirra.  

Vinnuskóli sumarið 2013

Sumarið 2013 verður Vinnuskóli Grundarfjarðar starfræktur frá 3. júní  til 5. júlí, alls í fimm vikur. Boðið er upp á meiri vinnu og hærri laun en áður. Nú stendur unglingum til boða að vinna í allt að 168 klst. Vinnuskólinn er fyrir unglinga sem lokið hafa 8., 9. og 10. bekk. Vinnuskólinn er sambland af námi og starfi. Þeir sem taka þátt í allri dagskránni fá greidd laun fyrir fræðsludaga. Í lokin verður síðan vegleg grillveisla. Klæðnaður skal hæfa veðri og eðli vinnunnar. Helstu verkefni verða fegrun umhverfisins og vinna tengd gróðri. Umsóknarfrestur er til 25. maí. Umsóknareyðublöð liggja hjá skólaritara grunnskólans og á bæjarskrifstofunni. Reglur um vinnuskólann eru á vef Grundarfjarðarbæjar. Unglingar, foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að kynna sér reglurnar. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður umsjónarmaður vinnuskólans í síma 690 6559.   Vinnuskóli Grundarfjarðar  

Vorskóli

  Í vetur hefur verið gott samstarf á milli leik- og grunnskóla eins og undanfarin ár. „Brúum bilið" verkefnið hefur fest sig í sessi og hafa elstu börnin í leikskólanum komið í nokkrar heimsóknir í grunnskólann í vetur. Dagana 13. – 17. maí var svo komið að vorskólanum. Íslenska fánanum var flaggað í tilefni af komu barnanna en það er ávallt mikil tilhlökkun hjá börnum, foreldrum og starfsfólki skólans þegar komið er að þessum tíma. Fjölbreytt dagskrá var þessa daga. Nemendur fengu meðal annars að prófa sund, smíðar, textílmennt, heimilisfræði og tölvur, að ógleymdu að fá að takast á við stærðfræðitengd viðfangsefni og stafaverkefni. Jafnframt fengu börnin tækifæri til þess að heimsækja heilsdagsskólann og krakkana sem þar eru. Það sem var þó mest spennandi hjá börnunum þessa daga voru nestið og frímínúturnar, kom meðal annars kvörtun um hvað þær væru stuttar. Við þökkum fyrir frábæra samveru og hlökkum til komandi hausts.      

Íslandsmót KSÍ 3. deild karla 2013

Grundarfjörður–Huginn Seyðisf. Grundarfjarðarvöllur laugardagurinn 18. maí 2013 kl 17:00 Frítt á völlinn.   Meistaraflokksráð UMFG    

Félagsvist

  Síðasta Félagsvist vetrarains verður miðvikudaginn    15. maí kl.  16:00 í Samkomuhúsinu.   Allir velkomnir   Félag eldri borgara í Grundarfjarðarbæ  

Spennandi störf í upplýsingamiðstöð ferðamanna

Ertu að leita að áhugaverðu sumarstarfi. Ertu góð/ur í tungumálum og með ríka þjónustulund? Leitum að sumarstarfsmönnum í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Grundarfirði. Viðkomandi starfsmenn munu jafnframt sinna veitingasölu. Góð tungumálakunnátta og góð þekking á staðháttum æskileg.   Vinnutími er breytilegur á opnunartíma upplýsingamiðstöðvar frá byrjun júní til ágústloka.   Sækja um sumarstarf í upplýsingamiðstöð ferðamanna.   Umsóknarfrestur er til og með 20. maí nk.   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofunni í síma 430 8500. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á grundarfjordur@grundarfjordur.is  

Háls- nef- og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson, háls- nef- og eyrnalæknir, verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði  þriðjudaginn 28. maí nk. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma: 432-1350.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir fjármálastjóra

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir fjármálastjóra í 50% stöðu til afleysingar frá 01.08.2013 - 01.02.2014. Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans. Fjármálastjóri annast allar fjárreiður skólans. Í því er meðal annars fólgið að færa bókhald, gera fjárhags- og rekstraráætlanir, afstemmingar og fleira. Menntunar og hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg Reynsla af sambærilegum störfum æskileg Þekking af bókhaldi æskileg Skipulögð/lagður Góð tölvukunnátta Hæfni í mannlegum samskiptum. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2013. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Jóni Eggerti Bragasyni skólameistara á netfangið joneggert@fsn.is Einnig er hægt að senda umsóknir í pósti: Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði Umsóknarfrestur er til 30. maí 2013.