Á árinu 2012 fæddust 15 börn í Grundarfirði og var því fagnað s.l.

  fimmtudag í safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju. Foreldrar,

  ásamt börnum sínum, mættu þangað og tóku við sængurgjöfum og

  áttu góða stund saman ásamt fulltrúum frá þeim stofnunum sem

  standa að þessu verkefni.Nýburahátíðin er samvinnuverkefni

  Grundarfjarðarbæjar, heilsugæslunnar, leikskólans, Rauða krossins

  og Grundarfjarðarkirkju.

  Á myndinni má sjá foreldra og börn þeirra sem komu á

  samkomuna.