- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Skólahreystikeppnin er í fullum gangi þessa dagana og keppt var í Vesturlandsriðlinum í gær 31. mars. Grunnskóli Grundarfjarðar tók þátt eins og síðustu ár og að þessu sinni lentum við í 3. sæti sem er frábært og óskum við keppendum til hamingju með árangurinn. Þeir sem kepptu fyrir okkar hönd voru: Benedikt Berg Ketilbjarnarson, Elín Gunnarsdóttir, María Rún Eyþórsdóttir og Sveinn Pétur Þorsteinsson. Varamenn voru Aldís Ásgeirsdóttir og Jónas Þorsteinsson.
Þess má geta að sýnt verður frá keppninni á RÚV þriðjudagskvöldum næstu vikurnar.