Bæjarstjórnarfundur

114. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar verður haldinn í Samkomuhúsinu fimmtudaginn 14. janúar 2010 kl.16.15. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og eru allir velkomnir að koma og hlýða á það sem fram fer.

Átthaganám á Snæfellsnesi

23. janúar n.k. hefst námskeið sem ber heitið Átthaganám á Snæfellsnesi, svæðisþekking og upplýsingamiðlun. Markmiðið með þessu námskeiði er að efla þekkingu þátttakenda á Snæfellsnesi og auka færni þeirra til að miðla þeirri þekkingu. Unnið verður með sögu, náttúrufar og byggðirnar á Snæfellsnesi, auk þess sem farið verður yfir undirstöðuatriðið í móttöku gesta og upplýsingamiðlun. áhersla verður á gleði og gaman. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja vita meira um svæðið sitt en eflir einnig þekkingu og færni sem nýtist þátttakendum til að skapa sér fjölbreytt og spennandi atvinnutækifæri í heimabyggð. Vaxandi eftirspurn er eftir svæðisþekkingu og upplýsingamiðlun til gesta á Snæfellsnesi. Engin sérstakur undirbúningur eða þekking er nauðsynleg fyrir þetta námskeið, en jákvætt hugarfar, gleði í hjarta og átthagaást er æskileg.

Fyrsta Pub Quiz ársins í kvöld

Pub Quiz nr 9 á dagskrá og nú er það Fánýtur fróðleikur þema. Síðasta Pub Quiz var MAGNAÐ. Aldrei hafa jafn margir borgað sig inn og síðast og þökkum við kærlega fyrir það, þetta var frábært. Við hvetjum alla til að mæta. Þetta kostar aðeins 500 kr á haus og rennur allur ágóðinn til styrktar Meistaraflokks Grundarfjarðar í knattspyrnu.   Þá er bara að taka á því í kvöld.   Meistaraflokksráð

Að loknum jólum: Þeir sem vilja losna við jólatréð

Þeir sem vilja losna við jólatré geta sett þau út fyrir lóðamörk næsta sunnudag, þ. 10. janúar, eða á mánudagsmorguninn þ. 11. janúar.  Starfsmaður áhaldahúss bæjarins mun sækja þau á mánudaginn og færa til endurvinnslu.  Á gámasvæðinu við Ártún er einnig tekið við jólatrjám á venjulegum opnunartíma.

Þrettándagleði í Grundarfirði

Þrettándagleði verður haldin á miðvikudaginn. Að vanda verður þetta fjölbreytt fjölskyldugleði með kyndilgöngu, söng, dansi og skemmtilegum búningum. Dagskrána má nálgast hér.