Smábátaskipanám

Til stendur að bjóða upp á hjá Visku, smábátanámskeið sem gefur réttindi á 12 metra skip/báta. Það mun verða kennt í gegnum fjarbúnað fyrir þá sem þurfa. Hér má sjá auglýsingu. 

Landsliðskokkur dæmir í fiskisúpukeppni Northern Wave

Northern Wave hvetur Grundfirðinga til að skrá sig í fiskisúpukeppni hátíðarinnar sem að fer fram laugardaginn 6. mars næstkomandi klukkan 20.00 á fiskmarkaði Grundarfjarðar. 

Grundfirskir atvinnurekendur auka samvinnu

Í myndbandi sem finna má á www.youtube.com, er upplýst að nú safni „Grundfirska mafían“ liði.  Sannleikurinn í málinu er sá að Félag atvinnulífsins í Grundarfirði, vinnur að endurskipulagningu félagsins til að stuðla að gerjun, hugmyndaauðgi, samstarfi og samstöðu meðal atvinnurekenda í Grundarfirði.  Markmiðið er að nýta þau tækifæri sem gefast á breyttum tímum.  Yfirskrift verkefnisins er „Þeir fiska sem róa“ og það er styrkt af Vaxtarsamningi Vesturlands. 

100 Vestlendingar á þjóðfundi um sóknaráætlun

Skessuhorn 22. febrúar 2010: Svipmynd af fundinum. Ljósm. SL.Um hundrað Vestlendingar mættu á þjóðfund sem haldinn var í Borgarnesi á laugardaginn. Fundurinn var liður í fundaröð sem forsætisráðuneytið stendur fyrir og fjallar um Sóknaráætlun 20/20 en í því felst að draga fram styrkleika og sóknarfæri þjóðarinnar og gera tillögur og áætlanir á grunni þeirra. Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri SSV sá um boðun á fundinn. Hún segir mikla vinnu hafa legið á bak við boðunina, en viðtökur þeirra sem valdir voru með handahófskenndu úrtaki úr þjóðskrá voru fremur dræmar. “Við sendum út 300 bréf samkvæmt úrtaki úr þjóðskrá og það skiluðu sér aðeins 30 af þeim. Við fórum því í að hringja út til að ná því takmarki okkar að fá 80-90 þátttakendur, en grunnurinn var hópur sem var handvalinn auk um 10 starfsmanna ráðuneyta.”

Góðverkadagurinn

Góðverkadagar verða haldnir um land allt dagana 22. til 26. febrúar. Fjöldi fyrirtækja, framhaldsskóla, grunnskóla og leikskóla mun taka þátt í Góðverkadögunum í ár. Markmið Góðverkadaga er að hvetja landsmenn til athafna og umhugsunar um að láta gott af sér leiða, sýna náungakærleik, vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk. Allir krakkar í skátastarfi kirkjunnar í Grundarfirði munu taka þátt í þessu átaki næstu viku. Hér má sjá heimasíðu Góðverkadaga.

Harðar ásakanir og sáttatónn á baráttufundi um sjávarútvegsmál

Skessuhorn 19. febrúar 2010: Félagsheimilið Klif í Ólafsvík var fullt út úr dyrum í gærkveldi, þar sem haldinn var baráttufundur um sjávarútvegsmál. Um 300 manns mættu á fundinn sem öll sveitarfélög og hagsmunaaðilar atvinnulífsins á Snæfellsnesi stóðu að þá voru um 200 sem fylgdust með fundinum í beinni útsendingu í gegnum vef Snæfellsbæjar. Það var Fiskmarkaður Íslands í Snæfellsbæ sem hafði forgöngu um fundinn og þegar fólk mætti í Klif beið þess hlaðið veisluborð sem kvenfélagskonur í Ólafsvík höfðu útbúið í boði Fiskmarkaðarins. Hafði það áreiðanlega góð áhrif á fundarfólk að geta gengið að pönsum og kaffi milli framsöguerinda. Fyrirkomulag fundarins var þannig að sex ræðumenn töluðu um málefni greinarinnar og komu þeir hver úr sínum geira sjávarútvegsins. Varpaði það ljósi frá öllum hliðum á þessi brýnu hagsmunamál íbúa við sjávarsíðuna. 

Blak

Blak 22.02.2010 klukkan 19.30 styðjum við bakið á strákunum okkar og mætum á leikinn. Sjá auglýsingu hér. 

Öskudagur hjá handverkshóp

  Handverkskonur hittust að venju í gærkvöldi og mættu nokkrar í grímubúningum í tilefni af því að öskudagur var nýliðinn. Þær sem mættu ekki í búningum redduðu því snarlega fyrir myndatöku.

Pub Quiz nr 12 í kvöld

Í kvöld heldur hið skemmtilega Pub Quiz áfram og nú er þemað náttúru og landafræði. Nú er kominn tími til að sannreyna náttúru og landafræðikunnáttuna og athuga hvort að þú hefur það sem til þarf til að vinna til verðlauna. Herlegheitin hefjast kl 21:00 á Kaffi 59. Láttu sjá þig.   Þáttakan kostar aðeins 500 kr Allur ágóði rennur óskiptur til Meistaraflokks Grundarfjarðar í knattspyrnu.    Meistaraflokksráð

Velheppnuð Öskudagsskemmtun

  Fjöldi barna mætti á Öskudagsskemmtun Foreldrafélags Grunnskóla Grundarfjarðar. Vel flestir ef ekki allir mættu í glæsilegum búningum og erfitt var fyrir dómnefnd að velja bestu búninganna en keppt var í nokkrum flokkum, mörg börn fengu verðlaun fyrir búningana sína. Ágætis þátttaka var í söngvakeppninni Sníkjóvisjón og sigurvegarar keppninnar voru vel að sigrinum komnir. Kötturinn var sleginn úr tunninni samkvæmt venju og síðan var mikið dansað.