- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
23. janúar n.k. hefst námskeið sem ber heitið Átthaganám á Snæfellsnesi, svæðisþekking og upplýsingamiðlun. Markmiðið með þessu námskeiði er að efla þekkingu þátttakenda á Snæfellsnesi og auka færni þeirra til að miðla þeirri þekkingu. Unnið verður með sögu, náttúrufar og byggðirnar á Snæfellsnesi, auk þess sem farið verður yfir undirstöðuatriðið í móttöku gesta og upplýsingamiðlun. áhersla verður á gleði og gaman. Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem vilja vita meira um svæðið sitt en eflir einnig þekkingu og færni sem nýtist þátttakendum til að skapa sér fjölbreytt og spennandi atvinnutækifæri í heimabyggð. Vaxandi eftirspurn er eftir svæðisþekkingu og upplýsingamiðlun til gesta á Snæfellsnesi. Engin sérstakur undirbúningur eða þekking er nauðsynleg fyrir þetta námskeið, en jákvætt hugarfar, gleði í hjarta og átthagaást er æskileg.
Námskeiðið hefst helgina 23. – 24. janúar n.k. en svo er kennt á þriðjudagskvöldum. Í heildina er um 60 kennslustundir að ræða og námskeiðsgjaldið er 10.000 kr. Kennslan fer fram í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði og í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Auglýsing hér
Nánari upplýsingar má finna á vef Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi og þar má einnig skrá sig á námskeiðið.