Grundfirðingar lögðu Þrótt í blakinu

Skessuhorn 19. janúar 2010: Grundfirðingar fögnuðu sigri karlaliðsins í blaki í leik sem fram fór í íþróttahúsinu í gærkvöldi. Mótherjar UMFG var b-lið Þróttar í Reykjavík. Grundfirðingar unnu allar loturnar örugglega,  25:13,  25:16 og 25:19. Þetta var þriðji sigur UMFG í annarri deildinni í vetur, en áður höfðu unnist sigrar á liðum Aftureldingar og Hamars. Grundfirðingar eru nú í þriðja sæti riðilsins með sex stig, en þar fyrir ofan eru Fylkir í öðru sætinu og Hrunamenn á toppnum. Næsti leikur UMFG er strax annað kvöld, miðvikudagsköld, gegn Fylki á Árbænum.   Heimasíða Grundarfjarðarbæjar óskar blakliði UMFG til hamingju með sigurinn.

Ferðafélag Snæfellsness

Ný heimasíða Ferðafélags Snæfellsness var tekin í gagnið fyrir nokkrum dögum. Að sögn Gunnars Njálssonar formanns félagsins, er tilkoma heimasíðu, mikið hjálpartæki til að koma upplýsingum á framfæri, ásamt undirbúning á gönguferðum og öðrum viðburðum. Þar verður einnig að finna ýmsan fróðleik, hægt að lesa um gönguleiðir og skoða myndir, ásamt ferðaáætlun hvers árs. Á næstu dögum bætist margt fróðlegt inn á síðuna. Slóðin er www.ffsn.is  

Opið fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna.  Félags- og tryggingamálaráðherra sem veitir þessa styrki á hverju ári. Að þessu sinni eru 30 milljónir til úthlutunar.Vinnumálastofnun hefur umsjón með styrkveitingunum og er umsóknarfrestur til og með 7.febrúar n.k.  

Frítt. Skyndihjálp í efnahagsumræðunni !

Finnst þér efnahagsumræðan ruglingsleg? Hagvöxtur, ávöxtur og ávöxtun eru orð yfir merkilega ólík fyrirbæri. Í þessu stutta námskeiði verða hugtök eins og  hagvöxtur, verg landsframleiðsla, verðbólga, gengi krónunnar og viðskiptajöfnuður útskýrð. Hlutverk banka og seðlabanka verða rædd. Láttu sjá þig og þú munt detta mun sjaldnar út yfir kvöldfréttunum.

BLAK - BLAK - BLAK - BLAK - BLAK

Í íþróttahúsinu í kvöld 18.01.2010 klukkan 20:30 (hálf níu) UMFG - Þróttur. Nánar hér.

Gamlárshlaup í Grundarfirði

Það var skokkhópur Grundarfjarðar sem gekkst fyrir viðburðinum, en þetta er fyrsta Gamlárshlaup sem sögur fara af hér í bæ.   

Grundfirskt fyrirtæki fær góða dóma

Af vef Ildi, 14. janúar 2010   Frétt á forsíðu Global Entrepreneurship Week Alþjóðleg athafnavika, Global Entrepreneurship Week var haldin í nóvember og stóð þá Landsvirkjun fyrir samráðsfundi í Blöndustöð, í samstarfi við Vaxtarsamning Norðurlands vestra.    ILDI hafði umsjón með fundinum og var yfirskrift hans  „Ný sóknarfæri á Norðurlandi vestra – umhverfi og afurðir“.  Það er trú allra þeirra sem að fundinum stóðu að hann muni skila góðum árangri, ef vel tekst að fylgja honum eftir.    Það er ánægjulegt að segja frá því að nú hefur frétt um fundinn ratað á forsíðu GEW. Fréttina má sjá hér. 

Námsframboð ekki skert í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Frétt á vef RÚV 13. janúar 2010: Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga vonast til að ekki þurfi að skerða námsframboð á árinu þrátt fyrir umtalsverðan niðurskurð á fjárframlögum til skólans. Samkvæmt fjárlögum er framlag ríkisins til Fjölbrautaskóla Snæfellinga skorið niður um 8.3 prósent á milli ára en hafði áður vrið minnkað um 4,8% á milli áranna 2008 og 2009. Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, skólameistari segir að þessum niðurskurði sé mætt með hagræðingu á öllum sviðum og hámarks hagsýni. Nú segir að yfirvinna verði minnkuð eða afnumin og að einhverjar takmarkanir kunni að verða á þjónustu. Hún kveðst þó vonast til að ekki þurfi að koma til þess.  Skúlína segir að enn hafi ekki þurft að fækka starfsmönnum en ekki sé útilokað að til þess komi í ár. Skúlína segir þó að niðurskurður sé ekki komið á það stig að skerða þurfi námsframboð eða möguleika nemanda til að útskrifast sem stúdentar af tilteknum brautum.  

Umsóknir um menningarstyrki fyrir mánudag

Skessuhorn, 13. janúar 2010   Vakin er athygli á að umsóknarferstur til að sækja um styrki til Menningarráðs Vesturlands rennur út mánudaginn 18. janúar. Upplýsingar má nálgast á vef menningarráðs,  http://menningarviti.is 

Kom með Stíganda í togi

Frétt á vef Skessuhorns 12. janúar 2010: Skipin að koma til lands um miðjan dag. Ljósm. sk.Grundfirðingur SH kom um miðjan dag með Stíganda VE í togi inn til Grundarfjarðar en Stígandi varð vélarvana skammt undan Grundarfirði þegar skipið fékk í skrúfuna. Kafara gekk vel að skera úr skrúfu Stíganda sem hélt fljótlega aftur til veiða. Góð aflabrögð hafa verið hjá Grundarfjarðarbátum að undanförnu, jafnt hjá togbátum sem netabátum.