- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það var skokkhópur Grundarfjarðar sem gekkst fyrir viðburðinum, en þetta er fyrsta Gamlárshlaup sem sögur fara af hér í bæ.
Um 31 manns - og einn hundur - mættu til leiks um kl. hálf tólf á Gamlársdag og gengu eða hlupu 3ja, 5 eða 10 km leið. Veður spillti ekki fyrir, það var með ágætum og þátttakendur ánægðir og endurnærðir eftir hreyfinguna. Voru þeir sammála um að þetta væri skemmtileg leið til að ljúka árinu og var ákveðið á staðnum að gangast fyrir Gamlárshlaupi aftur að ári.