- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Á fundi stjórnar UMFÍ þ. 7. febrúar sl. var samþykkt að verða við ósk stjórnar HSH um að unglingalandsmótið í Grundarfirði verði haldið árið 2010 eða einu ári síðar en upphaflega var ákveðið. Þessi ósk um að vera með mótið ári síðar en upphaflega var sótt um, er til komin vegna þeirra efnahagsþrenginga sem dunið hafa yfir. Þessi frestur veitir aukið svigrúm til að undirbúa svæðin sem mótið verður haldið á. Stefnt er að því að ljúka við undirbúning á þessu ári að undanskildu gerviefni á hlaupa- og stökkbrautir á frjálsíþróttavellinum, en það er lang dýrasta framkvæmdin sem eftir er. Félagsmenn HSH og Grundfirðingar almennt munu taka vel á móti gestum á unglingalandsmótinu árið 2010 og tryggja að mótið verði glæsilegt í alla staði.