6. febrúar er dagur leikskólans, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.   Hér í Leikskólanum Sólvöllum er mikið um að vera í febrúar mánuði fyrir utan venjulegt starf, elstu nemendurnir fara í heimsókir í Bókasafnið einu sinni í viku, nemendur úr Framsveitinni fara í heimsókn í Fellaskjól, það er fjólublárdagur, vasaljósadagur (myrkurdagur), mömmu- og ömmudagur í tilefni konudagsins, þá eru viðburðir tengdir Bollu-, Sprengi- og Öskudegi, tannlæknirinn kemur í heimsókn í Framsveitina og Þorrablótið verður haldið miðvikudaginn 11. febrúar og hefst með skemmtiatriðum nemenda (f. 2003-2006) kl. 10:30 í Samkomuhúsinu og síðan verður Þorramatur í leikskólanum.

MARKMIÐ LEIKSKÓLASTARFS

Í leikskólum skal velferð og hagur barna hafður að leiðarljósi í öllu starfi.  Veita skal börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði.  Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta.

MIKILVÆGI LEIKSINS

Á bernskuárum er leikur lífstjáning barns, ríkjandi athöfn og mikilvægasta náms og þroskaleið þess.  Leikur er hornsteinn leikskólastarfsins, lífstjáning og gleðigjafi barns.

NÁMSSVIÐ LEIKSKÓLANS

Námssvið leikskóla eru áhersluþættir í leikskólauppeldi.  Þau eru hreyfing, málrækt, myndsköpun, tónlist, náttúra og umhverfi, menning og samfélag.  Námssviðin skarast og þau eru samofin undirstöðuþáttum leikskólastarfs: leik, daglegri umönnun og almennri lífsleikni.

 

                                                                                                    LEIKSKÓLINN SÓLVELLIR