- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Ástæða er til þess að vekja sérstaka athygli á skoðanakönnun sem er í gangi varðandi "grænar tunnur". Verið er að kanna hvort hemili í Grundarfjarðarbæ hafi áhuga fyrir því að hafa "græna tunnu" heima til þess að losa í pappír og plast (dagblöð, tímarit, umbúðir o.þ.h.). Íslenska gámafélagið hf. býður fram þessa þjónustu gegn gjaldi sem er áætlað að verði nálægt 1.000 krónum á mánuði. Lágmarksfjölda notenda þarf til þess að þjónustan verði sett af stað og miðað er við 40 heimili. Skorað er á alla sem áhuga hafa, að láta skoðun sína í ljós með því að svara skoðanakönnuninni á heimasíðunni.