Aðalfundur UMFG í kvöld!

Aðalfundur UMFG verður haldinn í kvöld, 17. maí 2007, á Krákunni. Allir félagar UMFG eru hvattir til þess að mæta því án ykkar er ekkert félag.                                        Stjórn UMFG

Lið UMFG tekur á móti Snæfelli í Visabikarnum

Grundarfjörður leikur á móti Snæfelli í Visabikarnum á morgun, fimmtudaginn 17. maí.  Leikurinn hefst kl. 14:00 á Grundarfjarðarvelli. Nú verða allir að mæta á völlinn og hvetja sína menn.  

Grundarfjörður sigrar Höfrung Þingeyri

Síðastliðinn föstudag hófst bikarkeppni KSÍ, Visabikarinn, og í Grundarfirði áttust við Ungmennafélag Grundarfjarðar og Höfrungur frá Þingeyri.  Grundarfjörður hefur ekki sent inn lið í meistaraflokki karla í stóru mótin á vegum KSÍ síðan 1987 en þessi hópur samanstendur af hópi drengja sem hafa tekið þátt í utandeildinni í knattspyrnu síðustu ár.  Nokkrir þeirra hafa ákveðin tengsl við Grundarfjörð og fengu því þessa hugdettu að skrá sig í bikarkeppnina og fengu til þess leyfi hjá forsvarsmönnum Ungmennafélagsins.   Byrjunarlið Grundarfjarðar var skipað eftirfarandi leikmönnum:  Davíð Hansson Wíum stóð í markinu en um vörnina sáu Jón Frímann Eiríksson, Kristinn Óli Hallson, Stefán Friðleifsson og Steingrímur G. Árnason.  Á miðjunni léku Haukur Tómasson, Atli Kristinsson, Daníel Freyr Gunnarsson og Hafliði G. Guðlaugsson.  Frammi léku svo Baldur Már Vilhjálmsson og Valur Tómasson.  Varamenn voru Tómas Freyr Kristjánsson, Aðalsteinn Jósepsson, Davíð Stefánsson, Olgeir Pétursson og Bjartmar Pálmason.  Liðstjóri og sjúkraþjálfari voru síðan Auðunn G. Eiríksson og Haraldur Hallsteinsson.  

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Skólaslit og vortónleikar tónlistarskólans verða í sal fjölbrautaskólans miðvikudaginn 16.maí kl.17:30. Allir velkomnir.    

Aðalfundur Sjálfseignarstofnunar um Eyrbyggju – Sögumiðstöð

Boðað er til aðalfundar Sjálfseignarstofnunar um Eyrbyggju – Sögumiðstöð   mánudagskvöldið 14. maí 2007 kl. 20.00 í Sögumiðstöðinni. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, m.a. skýrsla stjórnar, ársreikningur, frágangur stofnsamþykkta og kjör nýrrar stjórnar sjálfseignarstofnunarinnar. Umræða um framtíðarhlutverk og tækifæri fólgin í menningar- og þjónustuhlutverki Sögumiðstöðvar.     Mætum öll og tökum þátt í að móta mikilvæga starfsemi í heimabyggð.   Stjórnin   

Sumarstörf hjá Grundarfjarðarbæ

Vinnuskóli fyrir unglinga fædda 1992 (9. bekkur) og 1993 (8. bekkur) Vinnutímabil er 19 dagar, hálfan daginn, unnið mánudaga til fimmtudaga kl. 8.30-12.00. Fyrri hópurinn byrjar að vinna 4. júní og er að vinna til 4. júlí. Seinni hópurinn byrjar að vinna 2. júlí og er að vinna til 1. ágúst.   Helstu verkefni verða fegrun umhverfisins og umhirða gróðurs. Vinnuskólinn er sambland af vinnu og námi. Þeir sem taka þátt í allri dagskránni fá greidd laun fyrir fræðsludaga. Í lokin verður að sjálfsögðu vegleg grillveisla. Umsóknarfrestur er til 26. maí. Umsóknareyðublöð fást hjá skólaritara í grunnskólanum og á bæjarskrifstofunni. Laun eru eftirfarandi: Unglingar í 8. bekk (fædd 1993), 355 kr. á tímann. Unglingar í 9. bekk (fædd 1992), 414 kr. á tímann. Orlofsfé er 10,17% og greiðst á alla tímavinnu. Reglur um vinnuskólann eru á vef Grundarfjarðarbæjar. Unglingar, foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að kynna sér reglurnar.   ATH. Í auglýsingu sem að barst í vikublaðið kom fram að vinnan hjá 8. og 9. bekk væri frá 9:30 – 12:00, en vinnu tíminn er frá 8:30 – 12:00.    

Utankjörstaðakosning

Kjósendum er bent á að hægt er að kjósa utan kjörfundar í Grundarfirði.  Kosið er á skrifstofu sýslunnar í lögreglustöðinni að Hrannarstíg 2.  Skrifstofan er opin á virkum dögum frá kl. 11.00 til kl. 15.00. 

Matjurtagarður í leikskólanum

Kaupþing banki hefur ákveðið að leggja sitt lóð á vogaskálarnar til þess að auka grænmetisneyslu barna. Er öllum leikskólum sem vilja gefin efni, áhöld, fræ og könnur til að útbúa lítinn matjurtagarð. Mánudaginn 7. maí kom Þorgrímur Þráinsson sem heldur utan um þetta verkefni ásamt Olgu Aðalsteinsdóttur frá Kaupþing og færðu leikskólanemendum áhöld og fræ til að nota í matjurtagarðinn. Kemur þetta sé vel í matjurtagarð leikskólans sem nokkrir nemendur voru að undirbúa fyrir sáningu í síðustu viku. Hér koma myndir frá því og einnig þegar gjafirnar voru afhentar.  

Dagana 2. -22. maí er átakið Hjólað í vinnuna hjá ÍSÍ.

 Starfsfólk Leikskólans tekur þátt í því átaki og hvetur jafnframt nemendur til að mæta á hjóli eða gangandi í leikskólann. Þessar myndir voru teknar föstudaginn 4. maí á bílaplani leikskólans og sést þar hvað allir taka þetta hátíðlega. Myndir

Auglýsing um kjörfund í Grundarfjarðarbæ vegna kosninga til Alþingis 12. maí 2007

Sbr. ákvæði 2. málsliðar 68. gr. laga nr. 24/2000 m. s. br.   Alþingiskosningar verða laugardaginn 12. maí 2007 skv. ákvæðum laga nr. 24/2000 með síðari breytingum.   Kjörfundur í Grundarfjarðarbæ hefst kl. 10.00 og honum lýkur kl. 22.00 laugardaginn 12. maí 2007.   Kosið verður í einni kjördeild í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.   Framvísa ber persónuskilríkjum á kjörstað ef kjörstjórn fer fram á það.   Kjörstjórn Grundarfjarðarbæjar.