Síðastliðinn föstudag hófst bikarkeppni KSÍ, Visabikarinn, og í Grundarfirði áttust við Ungmennafélag Grundarfjarðar og Höfrungur frá Þingeyri. Grundarfjörður hefur ekki sent inn lið í meistaraflokki karla í stóru mótin á vegum KSÍ síðan 1987 en þessi hópur samanstendur af hópi drengja sem hafa tekið þátt í utandeildinni í knattspyrnu síðustu ár. Nokkrir þeirra hafa ákveðin tengsl við Grundarfjörð og fengu því þessa hugdettu að skrá sig í bikarkeppnina og fengu til þess leyfi hjá forsvarsmönnum Ungmennafélagsins.
Byrjunarlið Grundarfjarðar var skipað eftirfarandi leikmönnum: Davíð Hansson Wíum stóð í markinu en um vörnina sáu Jón Frímann Eiríksson, Kristinn Óli Hallson, Stefán Friðleifsson og Steingrímur G. Árnason. Á miðjunni léku Haukur Tómasson, Atli Kristinsson, Daníel Freyr Gunnarsson og Hafliði G. Guðlaugsson. Frammi léku svo Baldur Már Vilhjálmsson og Valur Tómasson. Varamenn voru Tómas Freyr Kristjánsson, Aðalsteinn Jósepsson, Davíð Stefánsson, Olgeir Pétursson og Bjartmar Pálmason. Liðstjóri og sjúkraþjálfari voru síðan Auðunn G. Eiríksson og Haraldur Hallsteinsson.