- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Kaupþing banki hefur ákveðið að leggja sitt lóð á vogaskálarnar til þess að auka grænmetisneyslu barna. Er öllum leikskólum sem vilja gefin efni, áhöld, fræ og könnur til að útbúa lítinn matjurtagarð.
Mánudaginn 7. maí kom Þorgrímur Þráinsson sem heldur utan um þetta verkefni ásamt Olgu Aðalsteinsdóttur frá Kaupþing og færðu leikskólanemendum áhöld og fræ til að nota í matjurtagarðinn. Kemur þetta sé vel í matjurtagarð leikskólans sem nokkrir nemendur voru að undirbúa fyrir sáningu í síðustu viku.