- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Vinnuskóli fyrir unglinga fædda 1992 (9. bekkur) og 1993 (8. bekkur)
Vinnutímabil er 19 dagar, hálfan daginn, unnið mánudaga til fimmtudaga kl. 8.30-12.00.
Fyrri hópurinn byrjar að vinna 4. júní og er að vinna til 4. júlí.
Seinni hópurinn byrjar að vinna 2. júlí og er að vinna til 1. ágúst.
Helstu verkefni verða fegrun umhverfisins og umhirða gróðurs. Vinnuskólinn er sambland af vinnu og námi. Þeir sem taka þátt í allri dagskránni fá greidd laun fyrir fræðsludaga. Í lokin verður að sjálfsögðu vegleg grillveisla.
Umsóknarfrestur er til 26. maí. Umsóknareyðublöð fást hjá skólaritara í grunnskólanum og á bæjarskrifstofunni.
Laun eru eftirfarandi:
Unglingar í 8. bekk (fædd 1993), 355 kr. á tímann.
Unglingar í 9. bekk (fædd 1992), 414 kr. á tímann.
Orlofsfé er 10,17% og greiðst á alla tímavinnu. Reglur um vinnuskólann eru á vef Grundarfjarðarbæjar. Unglingar, foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að kynna sér reglurnar.
ATH. Í auglýsingu sem að barst í vikublaðið kom fram að vinnan hjá 8. og 9. bekk væri frá 9:30 – 12:00, en vinnu tíminn er frá 8:30 – 12:00.