Eftir að hafa slegið lið Höfrungs frá Þingeyri út úr forkeppni Visabikarsins þá mætti lið Grundarfjarðar 3ju deildarliði Snæfells úr Stykkishólmi á Grundafjarðarvelli þann 17. maí síðastliðinn.
Nokkrar breytingar þurfti að gera á byrjunarliði Grundarfjarðar sökum meisla, veikinda og utanlandsferða leikmanna svo fátt eitt sé nefnt. Liðið sem hóf leikinn var þannig skipað: Davíð Hansson Wíum var markvörður og vaktina í vörninni stóðu þeir Jón Frímann Eiríksson, Kristinn Óli Hallsson, Aðalsteinn Jósepsson og Olgeir Pétursson. Á miðjunni léku Haukur Tómasson, Daníel Freyr Gunnarsson, Hafliði G. Guðlaugsson og Karvel Steindór Pálmason en frammi voru Davíð Stefánsson og Valur Tómasson. Á bekknum voru Tómas Freyr Kristjánsson, Haraldur Hallsteinsson, Baldur Már Vilhjálmsson, Bjartmar Pálmason og Rúnar Geirmundsson en um liðstjórn sá Arnar Guðlaugsson.