Á haustdögum 2005 var skipaður starfshópur, sem var falið að gera tillögur að mótun „Hönnugils“. Í tillögum starfshópsins var m.a. gert ráð fyrir að fylla í gilið með jarðvegi, sem til félli á næstu misserum, og hafa þessar tillögur hlotið samþykki bæjaryfirvalda.  Áætlað er að nýta þennan tipp fram að miðju ári 2007.

Jarðvinnuverktökum stendur til boða að nýta sér þetta svæði, en rétt er þó að geta þess að þessi tippur er erfiður í blautu tíðarfari m.t.t. þess að koma efni frá sér.

 

 

Aðrir staðir eru líka tiltækir s.s. ofan við íþróttavöllinn og á ákveðnum stað upp með vegarslóðanum að vatnstankinum, en þeir staðir leyfa þó ekki mikið magn.

 

Sú kvöð fylgir því að losa efni á þessum stöðum, að sá sem efninu sturtar, skuldbindur sig til þess að grófjafna úr sínum haugum og kosta sjálfur þá vinnu. 

 

Ekki má sturta efni á neinum þessara staða nema með leyfi og tilsjón bæjarverkstjóra.

 

Einnig eru tiltækir tippir hjá landeigendum í Eyrarsveit s.s. að Eiði og eru þeir tippir alfarið í umsjá landeigenda á hverjum stað, en ekki í umsjá Grundarfjarðarbæjar.

 

Þar sem nú eru talsverðir framkvæmdatímar framundan í bæjarfélaginu eru jarðvinnuverktakar beðnir um að virða þessar reglur og fara eftir þeim.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi