Í dag kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið „Gámastöð í Grundarfirði“. Tvö tilboð bárust, frá Kjartani Elíassyni og Almennu umhverfisþjónustunni ehf. Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á 23.586.357 kr. Tilboðin voru eftirfarandi:
Kjartan Elíasson, 22.735.780 kr., 96% af kostnaðaráætlun.
Almenna umhverfisþjónustan, 28.020.174 kr., 119% af kostnaðaráætlun.
Almenna umhverfisþjónustan, frávikstilboð, 26.760.174 kr., 113% af kostnaðaráætlun.