- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Rósa Guðmundsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri menningarhátíðarinnar Rökkurdaga, hefur hafið störf og er skipulagning Rökkurdaga komin á fullt skrið.
Grundfirðingar hafa tekið vel í og þegar hafa nokkrir menningaratburðir verið skráðir í dagskrá Rökkurdaga.
Þar má meðal annars nefna Sagnavöku í Sögumiðstöðinni, kvikmyndahátíð, stuttmyndir, myndlistarsýningu grundfirskra kvenna, glerlistasýningu, tónlistaratriði og margt fleira.
Rósa vill minna fólk á að hafa samband við sig ef það hefur áhuga á að vera með á Rökkurdögum í síma 869 2701 eða á tölvupóstfangið rosa@grundarfjordur.is