F.v Kristján Guðjónsson, Jón Hans Ingason, Níels Rúnar Gíslason, Sigurgeir Finnsson, Einar Melax, Guðmundur Rúnar Guðmundsson. Á myndina vantar rímnamanninn Reyni Frey Reynisson. Mynd: gauiella.is
Þjóðlega sjórokkssveitin Rauðir fiskar er nýkomin frá Frakklandi þar sem þeir spiluðu á alþjóðlegri sjómannasöngvahátíð sem kallast Féte de Chant du Marin. Þar spiluðu Fiskarnir á þremur aðalsviðum og heilluðu jafnt gamla sjóhunda sem sendiherra. Sveitin sem að mestu er skipuð tónlistarmönnum frá Grundarfirði, hefur undanfarin misseri verið að æfa og taka upp efni fyrir hátíðina.