- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Danskir dagar, bæjarhátíð Hólmara, verða haldnir hátíðlegir um næstu helgi 12.-14. ágúst. Þetta er í 12. sinn sem Danskir dagar eru haldnir í Hólminum og samkvæmt venju verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá.
Helst er þó sjálfsagt að telja komu Jakobs Sveistrup í Hólminn en hann var sem kunnugt er, flytjandi framlags Dana í Eurovision í vor með lagið Talking to you.
Bæjarbúar eru í óða önn að undirbúa hverfagrill á föstudagskvöld, þar sem búast má við að einhverjir reyni að toppa skreytingar síðasta árs en þá skörtuðu öll hverfi í bænum sínu fegursta.