- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Fyrsta skóflustunga að viðbyggingu við leikskólann Sólvelli var tekin í gær af Hildi Sæmundsdóttur. Þar sem jarðvinnu á að vera lokið áður en leiksólinn hefst að loknu sumarleyfi, 17. ágúst dugðu engin vettlingatök við verkið og var skóflustungan af stærri gerðinni eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Hildur Sæmundsdóttir tók fyrstu skóflustunguna að viðbyggingunni |
Væntanleg viðbygging er 170 m2 að stærð og mun gjörbylta aðstöðu í skólanum. Auk viðbyggingar verða gerðar breytingar á hluta eldri byggingar skólans. Það er Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar sem sér um framkvæmdir og er áætlað að þeim ljúki í júní 2006.