- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Franskir nemendur frá Paimpol eru nú í heimsókn í Grundarfirði og verða til 11. maí. Heimsóknin er liður í samstarfsverkefni á milli skólanna sem byggist á verkefnavinnu, tölvusamskiptum og gagnkvæmum heimsóknum. Frakkarnir gista heima hjá 9. bekkingum sem þeir hafa verið í tölvusamskiptum við í vetur. Nemendur 9. bekkjar Grunnskóla Grundarfjarðar fara til Frakklands þann 30. maí nk. og verða þeir á heimilum Frakkanna fyrri hluta ferðarinnar en fara síðan til Parísar og verða þar í 3 daga. Áætluð heimkoma er 12. júní.
Það má búast við að Frakkarnir setji svip á bæinn þessa daga og að sjálfsögðu tökum við vel á móti þeim. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hótel Framnesi þar sem hópurinn, Íslendingar og Frakkar, snæddi saman.