Mikið líf var við höfnina í morgun milli kl. 05:00 og 06:00 þegar árrisulir sjóstangveiðimenn fóru til veiða. Sjóstangveiðifélag Reykjavíkur heldur sitt árlega félagsmót hér í Grundarfirði í dag og á morgun og mættu á milli 50 og 60  þátttakendur, konur og karlar, á bryggjuna í morgun. Kl. 06:00 voru 13 bátar ræstir út í einu.

 

Það verður því mikill hamagangur í dag þega bátarnir koma í land á milli kl. 14:00 og 15:00, en bátarnir eiga að hætta veiðum kl. 14:00.