Fyrri dagur sjóstangaveiðimóts Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur (SJÓR), sem haldið er hér í Grundarfirði, gekk vel fyrir sig. Keppendur eru á milii 50 og 60 og var róið á 13 bátum. Aflinn hefði mátt vera meiri að sögn nokkurra keppenda á bryggjunni í dag, þegar mannskapurinn var að tínast í land. Veður var með eindæmum gott, sól og blíða.

Alls eru haldin 8 mót í sumar sem teljast til Íslandsmeistarakeppni í sjóstöng, auk svipaðs fjölda innanfélagsmóta á vegum sjóstangaveiðifélaganna. Síðari dagur mótsins er laugardaginn 7. maí.

Löndun á bryggjunni
 

allt á fullu
 

Elín Snorradóttir komin í land

keppendur virða fyrir sér aflann

Pálmar Einarsson

Lárus frá Sjósnæ og Sigfríð frá Árskógsströnd, en hún er margfaldur Íslandsmeistari kvenna í sjóstangaveiði

Þórir Sveinsson fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar heldur á steinbít