Vakin er athygli fyrirtækja og félagasamtaka á auglýsingu sem birt hefur verið á vef Pokasjóðsins, www.pokasjodur.is
Pokasjóður verslunarinnar, sem fyrst hét Umhverfissjóður verslunarinnar hefur verið starfræktur frá árinu 1995. Frá þeim tíma hefur sjóðurinn úthlutað samtals um það bil 370 milljónum til verkefna á sviði umhverfismála, menningar, íþrótta og mannúðarmála. Að sjóðnum standa um 160 verslanir um land allt, þ.e. matvöruverslanir, vínbúðir, húsgagnaverslanir, bókabúðir og aðrar sérvöruverslanir. Fyrsta úthlutun úr Pokasjóði fór fram á Eyrarbakka 1996 og var heildarúthlutun þá 20 milljónir. Nú má hins vegar gera ráð fyrir að árleg upphæð úthlutunar úr Pokasjóði sé í kringum 100 milljónir.
Frestur til að sækja um styrk úr Pokasjóði rennur út 11. mars.